„Langar að heiðra minningu Vilhjálms“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2023 07:32 Íslandsmethafinn Daníel Ingi Egilsson. Vísir/Arnar Stökkvarinn Daníel Ingi Egilsson sló tólf ára gamalt Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina, eftir langt hlé frá stökkinu. Hann setur markið hátt í framhaldinu og vill heiðra minningu goðsagnar. Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Daníel Ingi fór mikinn um helgina hvar hann var öflugur í bæði langstökki og þrístökki. Hann setti raunar Íslandsmet í þrístökkinu og bætti met Kristins Torfasonar frá 2011 um heila 22 sentímetra, þegar hann stökk 15,49 metra. „Þetta er náttúrulega bara búið að liggja í loftinu og hæstánægður að hafa loksins náð þessu. Stökk einu sinni utanhúss síðasta sumar yfir metið en það var náttúrulega utanhúss. Þá svona fóru hjólin að rúlla og maður áttaði sig á að maður gæti loksins verið að fara ná þessu meti. Þetta er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mikið svekkelsi að þetta hafi tekið svona langan tíma en góðir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður með þetta.“ „Mikið af tilfinningum að flæða inn eftir þetta, eftir alla þessa vinnu sem fór í að ná þessu meti. Allt í allt var ég himinlifandi með þetta.“ „Einhver smá spotti í þetta“ „Það er að ná metinu hans Jóns Arnars [Magnússonar]. Það er langt síðan það hefur verið einhver sérhæfður langstökkvari svo það er kominn tími á að slá metið hans Jóns Arnars. Það er 7,82 metrar inni en 8 metrar úti þannig að það er einhver smá spotti í þetta en maður hefur fulla trú á að þetta komi einn daginn,“ sagði Daníel Ingi um næstu markmið. Vill heiðra minningu Vilhjálms Daníel er nánast nýhafinn að stunda íþróttina á ný eftir sjö ára pásu en hann byrjaði aftur að stunda þrístökkið á ný árið 2021. Þar er heljarinnar met sem hefur staðið frá 1960 - Íslandsmet goðsagnarinnar Vilhjálms Einarssonar upp á 16,70 metra. „Það er náttúrulega alltaf markmið og alltaf draumur. Eins og ég hef fengið að heyra frá mörgum í kringum þá hefði Vilhjálmur Einarsson sjálfur viljað vera á lífi þegar metið væri slegið svo mig langar að heiðra minningu hans með því að slá þetta met þar sem ég veit að hann vill að þetta met falli.“ „Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn“ „Ég var 16-17 ára og fékk nóg af þessu og vildi taka fótboltann fram yfir. Var all-in þar í sjö ár og svo fékk ég leið á því að vera í fótboltanum. Vissi að ég hefði bakgrunn í frjálsum, ákvað að hoppa aftur í það og sjá hvað myndi gerast. Sé ekki eftir því að hafa komið aftur á völlinn.“ „Þetta er búið að gerast mjög hratt. Bara eitt og hálft ár sem ég er búinn að vera æfa frá því ég byrjaði aftur og í raun magnaðar fyrir mig að upplifa hvað maður á mikið inni og hvað maður er búinn að afreka á stuttum tíma.“ Neymar var átrúnaðargoð Daníels Inga á sínum tíma, á fleiri vegu en einn.Christian Liewig/Getty Images „Ég tek ekkert frá fótboltanum, alltaf gaman að leika sér í fótbolta en á svo sannarlega heima á hlaupabrautinni. Það er svo stórt og spennandi sumar framundan, Evrópubikar og Smáþjóðaleikar. Svo náttúrulega Meistaramótið utanhúss. Verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í sumar. Flúrin yfir fimmtíu talsins Útlit Daníels hefur þá vakið athygli en hann er þakinn húðflúrum frá toppi til táar. „Ég er 17 ára þegar ég fékk sérstakt leyfi frá móður minni, hef ekki stoppað síðan. Ég reyni að setja mig á bremsuna svo ég missi mig ekki alveg í þessu. Bara áhugamál og tíska fyrir mér. Mun alveg halda áfram að skreyta mig, það er alveg ljóst,“ sagði Daníel Ingi og viðurkenndi að Brasilíumaðurinn Neymar hefði gefið honum fleiri en eina hugmynd að húðflúri. Klippa: Íslandsmethafinn Daníel Ingi: Langar að heiðra minningu hans
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira