Eru heimgreiðslur kvennagildra? Dagný Aradóttir Pind skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík. Hugmyndin kann að hljóma vel við fyrstu sýn, enda er um fjárframlag til fjölskyldna að ræða frá opinberum aðilum. Og geta komið sér vel. En þetta eru lágar greiðslur sem eru alls ekki sambærilegar við fæðingarorlof eða laun á vinnumarkaði. Málið er þó ekki svo einfalt að aðeins sé um gefins peninga að ræða, á því eru margar hliðar sem snerta ýmsa samfélagslega þætti. Ástæðan fyrir því að heimgreiðslur eru til umræðu er umönnunarbilið svokallaða, eða tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til örugg dagvistun tekur við. Flest sveitarfélög eru með stefnu um að taka við börnum frá 12 mánaða aldri, en í raunveruleikanum uppfylla fæst sveitarfélög það markmið. Á skólaárinu 2020-2021 var meðalaldur barna sem fékk leikskólapláss 17,5 mánuðir. Staðan er misjöfn eftir sveitarfélögum og mörg minni sveitarfélög standa sig afar vel á meðan stærri sveitarfélög eru lengra frá markmiðinu um 12 mánaða inntökualdur. Dagforeldrum fer fækkandi á Íslandi og afar lítil nýliðun í þeirri stétt og því fá börn sem fá inni þar. Heimgreiðslur draga úr atvinnuþátttöku kvenna BSRB, stærstu heildarsamtök launafólks á opinberum markaði, er á móti því að heimgreiðslur verði teknar upp af nokkrum ástæðum. Sú stærsta er að nánast öruggt er að heimgreiðslur myndu draga úr atvinnuþátttöku kvenna og þar með hafa neikvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði. Frá því að fæðingarorlof feðra var tekið upp árið 2000 hafa konur allan tímann tekið lengra orlof en karlar. Rétturinn til fæðingarorlofs var lengst af níu mánuðir. Þrír mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri og þrír mánuðir voru til skiptanna. Konur tóku nánast allan sameiginlega réttinn og sex mánaða orlof og karlar einungis sína þrjá mánuði. Fæðingarorlofið var loksins lengt í tólf mánuði í tveimur áföngum árin 2020 og 2021. Rétturinn núna er þannig að hvort foreldri á sex mánuði en þó er heimilt að framselja sex vikur til hins foreldris. Krafa verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfingarinnar var að réttinum til orlofs yrði skipt jafnt á milli foreldra. Samkvæmt bráðabirgðagögnum frá Fæðingarorlofssjóði taka konur að meðaltali rúma 7 mánuði og karlar um 4 mánuði, eftir að orlofið var lengt í 12 mánuði. Ekki eru til tölur um það hversu margar konur dreifa fæðingarorlofi sínu á fleiri mánuði, og lækka þar með greiðslur, en það er nokkuð algengt. Mikilvægt er að hafa í huga að tilgangur fæðingarorlofslaganna er tvíþættur, annars vegar að gefa börnum færi á samvistum við báða foreldra og hins vegar að gefa báðum foreldrum tækifæri til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Heimgreiðslur ógna síðara markmiðinu. Launamunur kynjanna gæti aukist Launamunur kynjanna er ein af ástæðum þess að konur taka lengra fæðingarorlof en karlar. Þriðjungur kvenna vinnur einnig hlutastörf og er það fyrst og fremst vegna umönnunar barna eða annarra fjölskyldumeðlima enda bera konur enn mun meiri ábyrgð á heimilishaldi og umönnun. Ef heimgreiðslur eru teknar upp er því mun líklegra að það verði mæður sem verja lengri tíma frá vinnumarkaði. Það hefur áhrif á ævitekjur þeirra og lífeyrisgreiðslur, auk þess að geta haft neikvæð áhrif á starfsþróunarmöguleika. Reynsla annarra þjóða sýnir einnig að láglaunakonur nýta þetta úrræði einna mest og þá má velta því upp hvort um raunverulegt val sé að ræða. Þetta eru mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar heimgreiðslur eru ræddar, en þessi sjónarmið koma afar sjaldan fram í umræðunni. Ríkið verður að grípa inn í Umönnunarbilið er staðreynd og það bitnar eins og er harðar á konum en körlum. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til þess að brúa bilið. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í mörg ár án þess að lausnin sé komin. Að ætla að leysa vandann með heimgreiðslum er ekki að ráðast að rótum vandans heldur frekar að velta honum einfaldlega inn í framtíðina, auk þess að skapa fleiri vandamál. Það er ekki lausnamiðuð nálgun. Að mati BSRB ætti að brúa bilið með því að lögfesta rétt til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi, við 12 mánaða aldur, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn eiga engan lögbundinn rétt til leikskólavistar. Samt er leikskóli skilgreindur sem fyrsta skólastigið og flest sammála um það mikilvæga hlutverk sem hann gegnir í þroska barna. Sveitarfélögin þurfa svo að spýta í lófana til þess að uppfylla eigin markmið um 12 mánaða inntökualdur barna. Það skiptir máli fyrir börnin, báða foreldra og samfélagið allt. Ísland vill vera land sem státar sig af besta árangri í jafnrétti kynjanna og því er mjög mikilvægt að jafnrétti sé haft í huga í allri stefnumótun, þar á meðal varðandi heimgreiðslur. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík. Hugmyndin kann að hljóma vel við fyrstu sýn, enda er um fjárframlag til fjölskyldna að ræða frá opinberum aðilum. Og geta komið sér vel. En þetta eru lágar greiðslur sem eru alls ekki sambærilegar við fæðingarorlof eða laun á vinnumarkaði. Málið er þó ekki svo einfalt að aðeins sé um gefins peninga að ræða, á því eru margar hliðar sem snerta ýmsa samfélagslega þætti. Ástæðan fyrir því að heimgreiðslur eru til umræðu er umönnunarbilið svokallaða, eða tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til örugg dagvistun tekur við. Flest sveitarfélög eru með stefnu um að taka við börnum frá 12 mánaða aldri, en í raunveruleikanum uppfylla fæst sveitarfélög það markmið. Á skólaárinu 2020-2021 var meðalaldur barna sem fékk leikskólapláss 17,5 mánuðir. Staðan er misjöfn eftir sveitarfélögum og mörg minni sveitarfélög standa sig afar vel á meðan stærri sveitarfélög eru lengra frá markmiðinu um 12 mánaða inntökualdur. Dagforeldrum fer fækkandi á Íslandi og afar lítil nýliðun í þeirri stétt og því fá börn sem fá inni þar. Heimgreiðslur draga úr atvinnuþátttöku kvenna BSRB, stærstu heildarsamtök launafólks á opinberum markaði, er á móti því að heimgreiðslur verði teknar upp af nokkrum ástæðum. Sú stærsta er að nánast öruggt er að heimgreiðslur myndu draga úr atvinnuþátttöku kvenna og þar með hafa neikvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði. Frá því að fæðingarorlof feðra var tekið upp árið 2000 hafa konur allan tímann tekið lengra orlof en karlar. Rétturinn til fæðingarorlofs var lengst af níu mánuðir. Þrír mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri og þrír mánuðir voru til skiptanna. Konur tóku nánast allan sameiginlega réttinn og sex mánaða orlof og karlar einungis sína þrjá mánuði. Fæðingarorlofið var loksins lengt í tólf mánuði í tveimur áföngum árin 2020 og 2021. Rétturinn núna er þannig að hvort foreldri á sex mánuði en þó er heimilt að framselja sex vikur til hins foreldris. Krafa verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfingarinnar var að réttinum til orlofs yrði skipt jafnt á milli foreldra. Samkvæmt bráðabirgðagögnum frá Fæðingarorlofssjóði taka konur að meðaltali rúma 7 mánuði og karlar um 4 mánuði, eftir að orlofið var lengt í 12 mánuði. Ekki eru til tölur um það hversu margar konur dreifa fæðingarorlofi sínu á fleiri mánuði, og lækka þar með greiðslur, en það er nokkuð algengt. Mikilvægt er að hafa í huga að tilgangur fæðingarorlofslaganna er tvíþættur, annars vegar að gefa börnum færi á samvistum við báða foreldra og hins vegar að gefa báðum foreldrum tækifæri til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Heimgreiðslur ógna síðara markmiðinu. Launamunur kynjanna gæti aukist Launamunur kynjanna er ein af ástæðum þess að konur taka lengra fæðingarorlof en karlar. Þriðjungur kvenna vinnur einnig hlutastörf og er það fyrst og fremst vegna umönnunar barna eða annarra fjölskyldumeðlima enda bera konur enn mun meiri ábyrgð á heimilishaldi og umönnun. Ef heimgreiðslur eru teknar upp er því mun líklegra að það verði mæður sem verja lengri tíma frá vinnumarkaði. Það hefur áhrif á ævitekjur þeirra og lífeyrisgreiðslur, auk þess að geta haft neikvæð áhrif á starfsþróunarmöguleika. Reynsla annarra þjóða sýnir einnig að láglaunakonur nýta þetta úrræði einna mest og þá má velta því upp hvort um raunverulegt val sé að ræða. Þetta eru mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar heimgreiðslur eru ræddar, en þessi sjónarmið koma afar sjaldan fram í umræðunni. Ríkið verður að grípa inn í Umönnunarbilið er staðreynd og það bitnar eins og er harðar á konum en körlum. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til þess að brúa bilið. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í mörg ár án þess að lausnin sé komin. Að ætla að leysa vandann með heimgreiðslum er ekki að ráðast að rótum vandans heldur frekar að velta honum einfaldlega inn í framtíðina, auk þess að skapa fleiri vandamál. Það er ekki lausnamiðuð nálgun. Að mati BSRB ætti að brúa bilið með því að lögfesta rétt til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi, við 12 mánaða aldur, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn eiga engan lögbundinn rétt til leikskólavistar. Samt er leikskóli skilgreindur sem fyrsta skólastigið og flest sammála um það mikilvæga hlutverk sem hann gegnir í þroska barna. Sveitarfélögin þurfa svo að spýta í lófana til þess að uppfylla eigin markmið um 12 mánaða inntökualdur barna. Það skiptir máli fyrir börnin, báða foreldra og samfélagið allt. Ísland vill vera land sem státar sig af besta árangri í jafnrétti kynjanna og því er mjög mikilvægt að jafnrétti sé haft í huga í allri stefnumótun, þar á meðal varðandi heimgreiðslur. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun