Staðan á fasteignamarkaði: Kaupsamningar geti varla verið færri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 23:10 Hannes Steindórsson var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og mun taka sæti í bæjarstjórn Kópavogs. Aðsend Formaður Félags fasteignasala segir gríðarlega fækkun í kaupsamningsgerð á fasteignamarkaði. Hann segir fyrstu kaupendur virðast halda að sér höndum eftir aðgerðir seðlabankastjóra. Von sé á frekari lækkunum á húsnæðisverði. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir rétt að kaupsamningar hafi ekki verið færri í áratug. „Þetta er 30 prósent niður frá því í hittiðfyrra. Þetta er komið innan við fjögur hundruð samninga í janúar ef ég man rétt – og rétt rúmlega 500 í febrúar. Þannig að þetta er svona aðeins á niðurleið enn þá.“ „Auðvitað var þetta allt of mikið“ Hann segir að fyrstu kaupendur vanti á markaðinn; þeir virðist einfaldlega veigra sér við að kaupa íbúðir eins og staðan sé í dag. Aðgerðir seðlabankastjóra þar sem miðað var við 35 prósent af ráðstöfunartekjum við mat á greiðslubyrði hafi haft sitt að segja. „Auðvitað var þetta allt of mikið. Það er ekki eðlilegt að 50 prósent íbúa seljist á yfirverði. Það er komið í tólf prósent núna sem er talinn eðlilegur markaður ef við tökum tíu til fimmtán ár aftur í tímann. Þannig að ég held að þessar aðgerðir séu klárlega að virka og [seðlabankastjóri] ætlaði sér að gera þetta. En svo er bara spurning hvað [seðlabankastjóri] ætlar að halda þessu lengi. Það geta í rauninni ekki verið færri kaupsamningar, þeir eru orðnir svo fáir.“ Markaðurinn fínn í dag Hannes segir að gera megi ráð fyrir því að húsnæðisverð lækki um þrjú prósent á þessu ári, þó erfitt sé að spá fyrir með nákvæmni. Margt sé þó gott við markaðinn eins og hann er í dag. „Það verður miklu meira til sölu, fólk hefur úr meiru að velja, fólk hefur meiri tíma – það selst ekki allt strax. Einhver myndi segja að það væri gott að kaupa íbúð á markaði eins og hann er núna, töluvert betra heldur en þegar það eru kannski þrjú eða fjögur tilboð í hverri eign.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hannes í heild sinni hér að neðan.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52 Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði fer lækkandi Hlutfall íbúða sem sem selst yfir ásettu verði fer lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7 prósent íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9 prósent í desember. Hlutfallið er því nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum. 23. febrúar 2023 06:52
Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir. 6. febrúar 2023 12:01