Þetta þarftu að vita um kjaradeiluna Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun