Getum við stjórnað fortíðinni? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 07:01 Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. „Með þessu móti var til skjalfest sönnun fyrir því, að sérhver spá Flokksins hefði verið rétt og engin frétt eða skoðun sem stangaðist á við þarfir andartaksins, fékk nokkru sinni að standa óbreytt.“ (1984) Bók Orwells er talin vera ein áhrifamesta bók 20. aldar, en bókin á ekki minna erindi við okkur í dag en þegar hún kom út fyrir rúmum sjö áratugum síðan. Eitt meginþema bókarinnar er t.a.m. endurritun sögunnar. Mörg dæmi er um slíkt í nútímanum. Það nærtækasta er tilraun Rússa til að endurskrifa söguna , sbr. fjölmargar nýlegar ræður Pútíns og Morgunblaðsgrein rússneska sendiherrans á Íslandi í vikunni. „Öll mannkynssagan var á við skinnhandrit, sem skafið var upp og skrifað á ný, eins oft og þurfa þótti. Um leið og fölsunin hafði verið framkvæmd, var engin leið að færa sönnur á að fölsun hefði átt sér stað.“ (1984) En aðrar fréttir í vikunni minntu undirritaða á dystópíska framtíðarsýn Orwells, nefnilega fréttir af endurritun barnabóka Roald Dahls. Víðtækar breytingar hafa þannig verði gerðar á bókum Dahls þannig að þær eru hreinsaðar af hugmyndum og orðfæri sem gæti hugsanlega sært einn eða annan – stangast á við „þarfir andartaksins“. Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og ritlistarkennari við Háskóla Íslands, hefur varað við slíkum aðförum – „hið illa í lífinu sé til að horfast í augu við það og takast á við það, en ekki snúa sér í hina áttina og útiloka hugmyndirnar. Sú sé tilhneigingin um þessar mundir…“ Við ættum að spyrna fast við fótum þegar kemur að hvers kyns tilraunum til að endurskrifa söguna og sömuleiðis til að endurskrifa hvers kyns listræna tjáningu til samræmis við tilfinningar þeirra hópa sem háværastir, móðgunargjarnastir eða sárastir eru á hverjum tíma. „..ef allar heimildir segðu það sama – þá yrði lygin að sagnfræði og breyttist í sannleika. „Sá, sem stjórnar fortíðinni,“ sagði eitt slagorða Flokksins, „stjórnar framtíðinni - sá, sem stjórnar nútíðinni, stjórnar fortíðinni.““ (1984) Og hvern hefði grunað að þetta yrði raunveruleikinn á 21. öldinni– stafrænu öldinni sem átti að færa okkur frið og velsæld? Öldinni sem tók við af öld öfganna, þeirri tuttugustu. Að þá yrði hinn hrollvekjandi spádómur Orwells ljóslifandi í okkar heimshluta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun