Að skjóta niður skjólstæðinga sína Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 25. febrúar 2023 07:00 Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Tekjur Kjaramál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: “um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði”. Tillagan er eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fram lagafrumvarp fyrir lok ársins 2023 þess efnis að staðgreiðsla skatta fari fram við innborgun í lífeyrissjóð en ekki við útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Tryggt verði að þeim fjármunum sem breytingin skilar ríkissjóði verði varið í þágu aukinnar velferðar.“ Tillagan komst þó ekki til umræðu. Við fyrstu sýn hljómar þetta nú kannski ekki illa. Enda gera útreikningar sem sjá má í greinargerð með tillögunni ráð fyrir því að í ríkissjóð renni um 80 milljarðar árlega sem nota eigi í velferðarmál. En hverjir greiða þessa 80 milljarða sem bætast eiga í ríkissjóð við þessa breytingu? Eins og tillagan hljóðar þá eru það auðvitað launaþegar sem greiða þetta, vegna þess að eftir þessa breytingu, ef af verður, greiða þeir hver og einn einasti hærri tekjuskatt af launum sínum. Einstaklingur með 500 þús. í heildarlaun með lífeyrissjóði greiðir í dag um 95.000 kr. af launum sínum í tekjuskatt og útsvar, að teknu tilliti til persónuafsláttar. Enda er tekjustattsstofn þessara launa 480.000 kr. eftir að greiðslur í lífeyrissjóð hafa verið dregnar frá heildarlaunum. Nái þessi breyting fram að ganga mun þessi einstaklingur greða um 103.000 kr. í tekjuskatt og útsvar af launum sínum þar sem tekjuskattsstfninn er kominn upp í 500.000 kr. og fá 8.000 kr. minna í launaumslagið en hann fær í dag eða 96.000 kr. minna á ári en hann fær í dag. Mér segir svo hugur að einhverjum heimilum muni nú alveg um þessa upphæð, þó ekki sé hún kannski há. En líkja mætti þó þessu við að þrettándi mánuðurinn væri greiddur í tekjuskatt og útsvar. Maður hefði nú haldið að þingflokkur sem að meðal annars inniheldur formann Hagsmunasamtaka heimilana myndi nú leita eitthvert annað en í ráðstöfunartekjur heimilana eftir meira fjármagni í ríkissjóð, þó auðvitað sé tilgangurinn göfugur, það er að auka við fjármagn sem færi til velferðarmála. En lengi má sjálfsagt manninn reyna. Það má nú samt kannski sjá smá glætu í þessu sem gæti mögulega reynst heimilunum í landinu vel. Væntanlega mun einkaneysla dragast saman um þá upphæð sem tekjumissir heimilana verður og draga þar með kannski örlítið úr verðbólgu. Höfundur er formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun