Um endurskoðun samgöngusáttmálans Helgi Áss Grétarsson skrifar 25. febrúar 2023 15:31 Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Vanefndir og hækkun framkvæmdakostnaðar Í alþjóðlegu samhengi er höfðuðborgarsvæðið fámennt en um langa hríð hafa umferðartafir verið verulegar á virkum dögum á háannatímum. Talið er að kostnaður af umferðartöfunum sé umtalsverður. Það ætti því að vera ágreiningslaust að fjárfesta þarf verulega í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Að þessu leyti boðar áðurnefndur samgöngusáttmáli ýmislegt jákvætt, t.d. að framkvæmdum verði flýtt við ýmsar mikilvægar stofnbrautir og fjárfest verði í bættri umferðarstýringu. Eigi að síður er staðan sú, tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans, að margar af flýtiframkvæmdunum hafa miðast lítt áfram. Aðrir þættir sáttmálans hafa einnig tafist. Vanefndir á sáttmálanum eru því orðnar þó nokkrar, t.d. hefur lítið verið gert að bæta úr þeirri stöðu sem er við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar - framkvæmd sem átti að vera lokið 2021 samkvæmt samgöngusáttmálanum. Samhliða vanefndum af þessu tagi hefur áætlaður framkvæmdakostnaður hækkað töluvert, farið samtals úr um 120 milljörðum kr. haustið 2019 í rúmlega 170 milljarða. Þótt verðlag hafi farið hækkandi þá veldur þessi hækkun áhyggjum enda gefur saga opinberra framkvæmda á Íslandi ekki tilefni til að ætla að svona stór opinber framkvæmd haldist innan ramma kostnaðaráætlunar. Rétt er því af hálfu gæslumanna skattgreiðenda að veita aðhald og hefja samtal um hvað verkefnið megi í raun og veru kosta og hver eigi að lokum að borga fyrir það. Rekstur borgarlínu Eiginlegar framkvæmdir við borgarlínu, sem er hluti af samgöngusáttmálanum, eru enn óhafnar. Framkvæmdakostnaðurinn af fyrirhugaðri borgarlínu er eitt, rekstrarútgjöld vegna þessa viðbótarstrætókerfis er annað. Óumdeilt er að fullnægjandi rekstraráætlun fyrir borgarlínu liggur ekki fyrir. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir reykvískra skattgreiðendur enda má ætla að það endi fyrst og fremst á herðum þeirra að greiða niður rekstur borgarlínunnar. Framtíðarsýnin Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem liggja fyrir um stöðu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og framtíðarhorfum hans, er fyllsta ástæða fyrir aðila sáttmálans að ræða hvaða verkefni eigi að setja í forgang. Kjörnir fulltrúar í Reykjavík eiga þar fyrst og fremst að gæta hagsmuna reykvískra skattgreiðenda. Leita þarf raunhæfra lausna, næg eru bjargráðin í þeim efnum. Mest er um vert að tryggja þarf farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun