Mbappé markahæstur í sögu PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 12:31 Markahrókurinn Kylian Mbappé. Antonio Borga/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið. Áður en leikur PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld var Mbappé jafn Edinson Cavani á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu PSG. Báðir höfðu þá skorað 200 mörk en það hafði tekið Mbappé töluvert styttri tíma til að ná þeim fjölda marka. Í þriðja sæti listans er svo Svíinn sjálfumglaði Zlatan Ibrahimović með 156 mörk fyrir félagið. Mbappé var í gær að spila sinn 247. leik í öllum keppnum fyrir PSG en hann gekk í raðir félagsins árið 2017. Það stefndi í að Mbappé og Cavani yrðu áfram jafnir sem markahæstu menn í sögu félagsins en Mbappé komst ekki á blað gegn Nantes fyrr en ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Gulltryggði hann 4-2 sigurinn og hafði því ærna ástæðu til að fagna eftir að boltinn söng í netinu. Ekki nóg með að skora 201 mark í 247 leikjum heldur hefur Mbappé einnig gefið 96 stoðsendingar. Hann heftur því komið að 1.2 mörkum að meðaltali í leik síðan hann byrjaði að spila fyrir Parísarliðið. Une soirée pour l' ! # EEP AKINGHIS ORY pic.twitter.com/mA9AuFkIaS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) March 5, 2023 Framtíð hins 24 ára gamla Mbappé hefur verið til umræðu en þó samningur hans gildi til sumarsins 2025 er talið að Real Madríd geri aðra tilraun til að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Hvort hann fari einhvern tímann frá París og hversu mörg mörk hann verður búinn að skora eða leggja upp í treyju PSG verður einfaldlega að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Áður en leikur PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld var Mbappé jafn Edinson Cavani á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu PSG. Báðir höfðu þá skorað 200 mörk en það hafði tekið Mbappé töluvert styttri tíma til að ná þeim fjölda marka. Í þriðja sæti listans er svo Svíinn sjálfumglaði Zlatan Ibrahimović með 156 mörk fyrir félagið. Mbappé var í gær að spila sinn 247. leik í öllum keppnum fyrir PSG en hann gekk í raðir félagsins árið 2017. Það stefndi í að Mbappé og Cavani yrðu áfram jafnir sem markahæstu menn í sögu félagsins en Mbappé komst ekki á blað gegn Nantes fyrr en ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Gulltryggði hann 4-2 sigurinn og hafði því ærna ástæðu til að fagna eftir að boltinn söng í netinu. Ekki nóg með að skora 201 mark í 247 leikjum heldur hefur Mbappé einnig gefið 96 stoðsendingar. Hann heftur því komið að 1.2 mörkum að meðaltali í leik síðan hann byrjaði að spila fyrir Parísarliðið. Une soirée pour l' ! # EEP AKINGHIS ORY pic.twitter.com/mA9AuFkIaS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) March 5, 2023 Framtíð hins 24 ára gamla Mbappé hefur verið til umræðu en þó samningur hans gildi til sumarsins 2025 er talið að Real Madríd geri aðra tilraun til að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Hvort hann fari einhvern tímann frá París og hversu mörg mörk hann verður búinn að skora eða leggja upp í treyju PSG verður einfaldlega að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira