„Það skelfilegasta sem ég hef lent í“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2023 19:29 Sara Dögg Sigurðardóttir. Vísir/ÍVAR Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“ Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Parið Sara Dögg Sigurðardóttir og Jóhannes Hrefnuson Karlsson, bæði tvítug, voru í flugi á leið á ráðstefnu í Washington 16. febrúar þegar Jóhannes byrjar að finna fyrir miklum höfuðverk. „Síðan liggur hann bara veikur á fimmtudegi, föstudegi og síðan á laugardagsmorgninum er hann bara meðvitundarlaus. Og ég held náttúrulega bara, af því að hann er veikur, að hann sé sofandi. En svo reyni ég að vekja hann og þá er ekki hægt að vekja hann,“ segir Sara. Jóhannes var fluttur með hraði á sjúkrahús í Virginíu og í rannsóknum kom í ljós að um streptókokkasýkingu var að ræða. Hann var sendur í bráðaskurðaðgerð á heila aðfaranótt 19. febrúar. „Ég var svo hrædd. Þetta er það skelfilegasta sem ég hef lent í. Það var svo mikil óvissa á tíma því það kom ekki í ljós strax hvort þetta væri heilablæðing, sýking, hvernig sýkingin væri. Svo var óvissa um hvenær hann myndi vakna, hvort hann myndi vakna og hvernig hann yrði eftir á. Hvort hann myndi muna eitthvað.“ Sara hlúir að Jóhannesi á sjúkrahúsinu í Virginíu.úr einkasafni Farinn að segja já og nei Jóhannesi var haldið sofandi í fimm daga eftir aðgerð. Hann komst aftur til meðvitundar um síðustu helgi. „Hann er farinn að segja já, nei og vá en hann getur ekki sagt setningar. En þær koma með tíma og talþjálfun,“ segir Sara. Jóhannes er enn á spítalanum úti og Sara er á leið aftur út innan skamms. Hún segir kostnað við innlögn Jóhannesar og endurhæfingu sligandi. „Einhverjar margar milljónir. Ég býst við yfir tíu milljónum. Vel yfir tíu.“ Jóhannes og Sara eru tvítug og sjúkrahúskostnaðurinn þeim erfiður viðureignar. Grasserað í heilanum í einhverja daga Bylgja alvarlegra streptókokkasýkinga hefur dunið á landsmönnum nú í byrjun árs en vísbendingar eru um að hún sé loksins í rénun. Færri greindust til dæmis með skarlatssótt, afleiðingu streptókokka, í síðustu viku febrúarmánaðar en vikuna á undan - þó að tilfellin hafi verið margföld miðað við meðaltal áranna á undan. Fjölmargar tegundir streptókokkabaktería eru til. Sara segir að svo virðist sem streptókokkabakterían sem olli veikindum Jóhannesar sé ekki af þeirri gerð sem greinist í hálsi. „Þetta er slæm streptókokkasýking í heila og sýkingarlæknir sem kom og talaði við mig þegar ég var hjá honum eina nóttina sagði að þetta hefði örugglega verið að myndast í heilanum hans í einhverja daga eða vikur.“
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira