Þrettán prósent íslenskra barna búa við fátækt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 7. mars 2023 12:25 Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Vilhelm Um tíu þúsund börn eða 13,1 prósent barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7 prósent árið á undan. Hvorki stefna né áætlun er til á Íslandi um að uppræta fátækt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt. Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu. Þá kemur fram að árið 2021 áttu 24,1 prósent íslenskra heimila í erfiðleikum með að standa straum af daglegum útgjöldum og ná endum saman. Í rúmlega helmingi tilfella voru það heimili einstæðra foreldra og 16,1 prósent voru heimili tveggja eða fleiri fullorðinna með börn. Árið 2015 samþykktu stjórnvöld á Íslandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þar með að minnka fátækt um helming í landinu fyrir árið 2030. Fram kemur í skýrslunni að engar áætlanir hafi verið gerðar um það né stefna mörkuð. „Tíminn styttist og því mikilvægt að hraða áætlunum og aðgerðum. Barnaheill leggja áherslu á að uppræta þurfi fátækt með öllu meðal barna því að eitt barn sem elst upp við fátækt á Íslandi er einu barni of mikið.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram meiri líkur séu á að börn sem búa utan höfuðborgarsvæðisins búi við fátækt eða um 15,8 prósent þeirra. Að auki eru fram undan miklar áskoranir í kjölfar Covid heimsfaraldurs, vegna stríðs í Úkraínu og vegna loftslagsbreytinga sem okkur ber að takast á við. Verðbólga á Íslandi hefur meira en tvöfaldast á milli ára, úr 4,3 prósent í byrjun árs 2022 í rúmlega 10 prósent í lok febrúar árið 2023. Verðbólga og hækkun vaxta hefur aukið greiðslubyrði fjölskyldna af húsnæðislánum, leiguverð hefur hækkað og allur framfærslukostnaður. Eitt af hverjum fimm börnum sem búa í leiguhúsnæði eiga á hættu að búa við fátækt og 8,2 prósent þeirra búa við skort. Fátækt er brot á mannréttindum ,,Stjórnvöld þurfa að setja sér stefnu og aðgerðaáætlun til þess að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi," segir Margrét Júlía, verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Barnaheill hafa nú sett af stað undirskriftarsöfnun sem verður afhent forsætisráðherra. ,,Sú stefna og áætlun þarf að tryggja öllum börnum á Íslandi jöfn tækifæri til menntunar, heilsu, verndar og þátttöku. Fátækt er brot á mannréttindum barna og ber okkur samfélagsleg skylda til að tryggja að ekkert barn sé utangarðs vegna fátæktar,” segir Margrét Júlía jafnframt.
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira