Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 08:57 Frá undirritun í gær. Landsnet Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“ Orkumál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“
Orkumál Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira