Lítið áunnist þrátt fyrir „fagurgala og falleg fyrirheit“ borgarinnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. mars 2023 16:51 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að svo virðist sem engar raunverulegar aðgerðir séu í gangi til að bæta úr leikskólavandanum. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna í leikskólamálum í Reykjavík óásættanlega þar sem staðan heldur áfram að versna. Fagurgalar og falleg fyrirheit komi frá stjórnsýslunni sem leggur ekki í vinnuna sem til þurfi. Foreldrar hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar og hefur verið óskað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hófst í gær og stendur yfir í rúman mánuð. Borgin greindi frá því áður en úthlutunin hófst að færri börn komist að eftir sumarið af ýmsum ástæðum, svo sem vegna framkvæmda. Að minnsta kosti einn leikskóli tekur ekki við nýjum börnum í haust og tíu skólar til viðbótar takmarka fjöldann sem þau taka við, ýmist tímabundið eða til lengri tíma, vegna framkvæmda og flutninga. Þá hefur misjafnlega gengið að manna lausar stöður sem hafi áhrif. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lítið hafa áunnist í leikskólamálum undanfarin ár og virðist aðeins fara versnandi, sem sé ólíðandi. „Staðan var auðvitað mjög slæm síðastliðið haust og þá var ákveðið að fara í ákveðinn aðgerðarpakka. Ég get ekki séð að það hafi verið unnið neitt sérstaklega með þann aðgerðarpakka eða að neinn sérstakur árangur hafi náðst. Þannig staðan er bara ekki góð og því miður fær maður það á tilfinninguna að það séu engar raunverulegar aðgerðir í gangi,“ segir Hildur. Þau hafi lagt fram ýmsar tillögur að úrbótum, enda þarfir foreldra margbreytilegar. Þar má nefna efling dagforeldra kerfisins, heimagreiðslur til þeirra sem eru fastir á biðlistum eða vilja vera lengur heima, og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi skóla. Þá vill hún ræða möguleikann á því að stærri vinnustaðir opni daggæslu fyrir börn starfsmanna. „Við komum með tillögur í þessa veru síðastliðið haust og þær voru samþykktar en við sjáum hins vegar ekki að neitt sé unnið úr þeim. Þetta er svolítið það sem að við skynjum í pólitíkinni í Reykjavík og í stjórnsýslunni, það eru fagurgalar og það eru falleg fyrirheit en svo sjáum við ekki vinnuna sem þarf að vinna á bak við og þess vegna erum við stödd í þessari stöðu aftur og aftur,“ segir Hildur. Hún hefur kallað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs í fyrramálið og hefur stór hópur foreldra boðað mótmæli þar sem þau telja leikskólamálin í algjörum lamasessi. Hildur segir foreldra eðlilega ósátta vegna væntinga sem hafi ekki staðist. „Þetta er auðvitað bara þröng staða fyrir marga og mjög kvíðavaldandi, þannig við verðum að fara að geta gefið fólki skýr svör og gæta þess að væntingarnar sem við gefum fólki séu ekki falskar,“ segir Hildur. „Staðan er algjörlega óásættanleg eins og hún er núna og það vantar miklu meiri kraft í leikskólamálin í Reykjavík.“ Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg hófst í gær og stendur yfir í rúman mánuð. Borgin greindi frá því áður en úthlutunin hófst að færri börn komist að eftir sumarið af ýmsum ástæðum, svo sem vegna framkvæmda. Að minnsta kosti einn leikskóli tekur ekki við nýjum börnum í haust og tíu skólar til viðbótar takmarka fjöldann sem þau taka við, ýmist tímabundið eða til lengri tíma, vegna framkvæmda og flutninga. Þá hefur misjafnlega gengið að manna lausar stöður sem hafi áhrif. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lítið hafa áunnist í leikskólamálum undanfarin ár og virðist aðeins fara versnandi, sem sé ólíðandi. „Staðan var auðvitað mjög slæm síðastliðið haust og þá var ákveðið að fara í ákveðinn aðgerðarpakka. Ég get ekki séð að það hafi verið unnið neitt sérstaklega með þann aðgerðarpakka eða að neinn sérstakur árangur hafi náðst. Þannig staðan er bara ekki góð og því miður fær maður það á tilfinninguna að það séu engar raunverulegar aðgerðir í gangi,“ segir Hildur. Þau hafi lagt fram ýmsar tillögur að úrbótum, enda þarfir foreldra margbreytilegar. Þar má nefna efling dagforeldra kerfisins, heimagreiðslur til þeirra sem eru fastir á biðlistum eða vilja vera lengur heima, og aukinn stuðning við sjálfstætt starfandi skóla. Þá vill hún ræða möguleikann á því að stærri vinnustaðir opni daggæslu fyrir börn starfsmanna. „Við komum með tillögur í þessa veru síðastliðið haust og þær voru samþykktar en við sjáum hins vegar ekki að neitt sé unnið úr þeim. Þetta er svolítið það sem að við skynjum í pólitíkinni í Reykjavík og í stjórnsýslunni, það eru fagurgalar og það eru falleg fyrirheit en svo sjáum við ekki vinnuna sem þarf að vinna á bak við og þess vegna erum við stödd í þessari stöðu aftur og aftur,“ segir Hildur. Hún hefur kallað eftir því að leikskólamálin verði sett á dagskrá borgarráðs í fyrramálið og hefur stór hópur foreldra boðað mótmæli þar sem þau telja leikskólamálin í algjörum lamasessi. Hildur segir foreldra eðlilega ósátta vegna væntinga sem hafi ekki staðist. „Þetta er auðvitað bara þröng staða fyrir marga og mjög kvíðavaldandi, þannig við verðum að fara að geta gefið fólki skýr svör og gæta þess að væntingarnar sem við gefum fólki séu ekki falskar,“ segir Hildur. „Staðan er algjörlega óásættanleg eins og hún er núna og það vantar miklu meiri kraft í leikskólamálin í Reykjavík.“
Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01 Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu. 11. febrúar 2023 08:01
Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6. desember 2022 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu