Stjórnvöld í Bandaríkjunum hóta að banna TikTok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 07:28 TikTok er gríðarvinsælt í Bandaríkjunum og víðar. Getty/Anadolu Agency/Celal Gunes Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hótað því að banna samfélagsmiðilinn TikTok ef kínverskir fjárfestar selja ekki hlut sinn í fyrirtæknu. Áhyggjur eru uppi um að gögn fyrirtækisins endi í höndum yfirvalda í Kína. Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira