Fjögur innbrot og eignaspjöll Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 06:23 Lögregla sat ekki auðum höndum í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt en henni bárust meðal annars fjórar tilkynningar um þjófnað úr verslunum auk tilkynninga um íkveikju og eignaspjöll. Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í miðborginni um klukkan 17 og aðstoðar óskað vegna þjófnaðar úr verslun í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 en þar hafði fjármunum verið stolið úr peningakassa. Um klukkan 1 var svo tilkynnt um innbrot í verslun í póstnúmerinu 111 og klukkan 2.30 um innbrot í verslun í Kópavogi. Þar hafði gler verið brotið í bílalúgu og peningakassa og posa stolið. Lögregla handtók einstakling í tengslum við málið stuttu síðar og reyndist hann vera með þýfið úr innbrotinu. Var hann vistaður í fangageymslu. Tvær tilkynningar bárust um eignaspjöll í Kópavogi en í öðru tilvikinu höfðu nokkrir einstaklingar skemmt rúður í bifreið með því að berja í þær með einhverju sem vitni sagðist líkjast hafnaboltakylfu. Þá var tilkynnt um íkveikju í póstnúmerinu 112, þar sem kveikt var í gömlum ísskáp og hjólbörum. Engin hætta skapaðist vegna brunans. Rétt fyrir klukkan 2 í nótt barst lögreglu ósk um aðstoð vegna slyss í Garðabæ en þar hafði einstaklingur fallið og hlotið opið beinbrot á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítala. Annar var fluttur á Landspítala eftir hjólreiðaslys í Árbæ. Einn var handtekinn á bar í póstnúmerinu 108 fyrir að ógna gestum og starfsmönnum með eggvopni og annar í póstnúmerinu 104 grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, árekstur, að stinga af og nytjastuld ökutækis. Viðkomandi virðist hafa stolið bifreið og ekið á tvær aðrar. Nokkrir aðrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira