Jókerinn og Gríska undrið halda áfram að einoka fyrirsagnirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 15:31 Þessir tveir eru ágætir í körfubolta. Stacy Revere/Getty Images Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum. Línur eru heldur betur farnar að skýrast í NBA-deildinni en það styttist í að deildarkeppninni ljúki og úrslitakeppnin fari af stað. Denver Nuggets, topplið Vesturdeildar, heimsótti Brooklyn Nets og fór Jókerinn á kostum í naumum sigri Denver, lokatölur 102-108. Jokić bauð upp á þrefalda tvennu, hans 28. á leiktíðinni. Hann skoraði 22 stig, tók 17 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var þó stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Þá skoraði Jamal Murray 25 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Nuggets. Another night, another Nikola Jokic triple-double. 22 PTS 17 REB 10 ASTNuggets get the W in Brooklyn. pic.twitter.com/y388G5NI3Y— NBA (@NBA) March 19, 2023 Atlanta Hawks virtust með unninn leik í höndunum gegn San Antonio Spurs. Hawks skoruðu 83 stig í fyrri hálfleik og voru með 24 stiga forystu þegar 3. leikhluti var nýbyrjaður. Á einhvern undraverðan hátt hrundi ekki aðeins sóknarleikur liðsins heldur varnarleikurinn sömuleiðis. Hawks lost to Spurs after starting the 3Q up 24 pic.twitter.com/ufQpOQNSiN— Bleacher Report (@BleacherReport) March 19, 2023 Slakt lið Spurs vann á endanum átta stiga sigur, 126-118. Keldon Johnson og Devin Vassell voru stigahæstir í sigurliðinu með 29 stig hvor á meðan Dejounte Murray skoraði 22 stig í liði Hawks. Keldon Johnson and Devin Vassell scored 29 each as San Antonio erased a 24 point deficit to get the home W.The Spurs' second largest comeback over the last 25 years pic.twitter.com/5iSYSo3Eja— NBA (@NBA) March 19, 2023 Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í fjögurra stiga sigri Oklahoma City Thunder á Phoenix Suns, lokatölur 124-120. Devin Booker skoraði 46 stig í liði Suns en það dugði ekki að þessu sinni. Suns bíða svo enn eftir að Kevin Durant verði leikfær á ný en ekki er vitað hvort hann nái að snúa aftur áður en úrslitakeppnin hefst. Dueling 40-pieces as the Thunder won in OKC SGA: 40 PTS, 5 REB, 4 ASTDevin Booker: 46 PTS, 4 REB pic.twitter.com/rIR5KGxm0Y— NBA (@NBA) March 19, 2023 Austin Reaves bjargaði Los Angeles Lakers í naumum sex stiga sigri á slöku liði Orlando Magic. Leiknum lauk með 111-105 sigri Lakers, þar af skoraði Reaves 35 stig á aðeins 30 mínútum. Austin Reaves. HOOPER.35 PTS (career-high)6 REB6 ASTWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/LfQWI6uGTM— NBA (@NBA) March 20, 2023 Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, minnti fólk líka á hvað hann getur. Hann bauð upp á þrefalda tvennu í sjö stiga sigri Milwaukee Bucks á Toronto Raptors, 118-111. Giannis skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Það sem meira er, hann brenndi ekki af skoti í leiknum. Giannis recorded a triple-double on PERFECT 100% shooting as the Bucks won at home 22 PTS, 13 REB, 10 AST, 9/9 FGNo misses. Just buckets. pic.twitter.com/JXGBobyJEw— NBA (@NBA) March 20, 2023 Önnur úrslit Houston Rockets 107-117 New Orleans PelicansPortland Trail Blazers 102-117 Los Angeles Clippers Sunday night standings https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/R6S6mfmltu— NBA (@NBA) March 20, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Línur eru heldur betur farnar að skýrast í NBA-deildinni en það styttist í að deildarkeppninni ljúki og úrslitakeppnin fari af stað. Denver Nuggets, topplið Vesturdeildar, heimsótti Brooklyn Nets og fór Jókerinn á kostum í naumum sigri Denver, lokatölur 102-108. Jokić bauð upp á þrefalda tvennu, hans 28. á leiktíðinni. Hann skoraði 22 stig, tók 17 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var þó stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Þá skoraði Jamal Murray 25 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Nuggets. Another night, another Nikola Jokic triple-double. 22 PTS 17 REB 10 ASTNuggets get the W in Brooklyn. pic.twitter.com/y388G5NI3Y— NBA (@NBA) March 19, 2023 Atlanta Hawks virtust með unninn leik í höndunum gegn San Antonio Spurs. Hawks skoruðu 83 stig í fyrri hálfleik og voru með 24 stiga forystu þegar 3. leikhluti var nýbyrjaður. Á einhvern undraverðan hátt hrundi ekki aðeins sóknarleikur liðsins heldur varnarleikurinn sömuleiðis. Hawks lost to Spurs after starting the 3Q up 24 pic.twitter.com/ufQpOQNSiN— Bleacher Report (@BleacherReport) March 19, 2023 Slakt lið Spurs vann á endanum átta stiga sigur, 126-118. Keldon Johnson og Devin Vassell voru stigahæstir í sigurliðinu með 29 stig hvor á meðan Dejounte Murray skoraði 22 stig í liði Hawks. Keldon Johnson and Devin Vassell scored 29 each as San Antonio erased a 24 point deficit to get the home W.The Spurs' second largest comeback over the last 25 years pic.twitter.com/5iSYSo3Eja— NBA (@NBA) March 19, 2023 Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í fjögurra stiga sigri Oklahoma City Thunder á Phoenix Suns, lokatölur 124-120. Devin Booker skoraði 46 stig í liði Suns en það dugði ekki að þessu sinni. Suns bíða svo enn eftir að Kevin Durant verði leikfær á ný en ekki er vitað hvort hann nái að snúa aftur áður en úrslitakeppnin hefst. Dueling 40-pieces as the Thunder won in OKC SGA: 40 PTS, 5 REB, 4 ASTDevin Booker: 46 PTS, 4 REB pic.twitter.com/rIR5KGxm0Y— NBA (@NBA) March 19, 2023 Austin Reaves bjargaði Los Angeles Lakers í naumum sex stiga sigri á slöku liði Orlando Magic. Leiknum lauk með 111-105 sigri Lakers, þar af skoraði Reaves 35 stig á aðeins 30 mínútum. Austin Reaves. HOOPER.35 PTS (career-high)6 REB6 ASTWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/LfQWI6uGTM— NBA (@NBA) March 20, 2023 Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, minnti fólk líka á hvað hann getur. Hann bauð upp á þrefalda tvennu í sjö stiga sigri Milwaukee Bucks á Toronto Raptors, 118-111. Giannis skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Það sem meira er, hann brenndi ekki af skoti í leiknum. Giannis recorded a triple-double on PERFECT 100% shooting as the Bucks won at home 22 PTS, 13 REB, 10 AST, 9/9 FGNo misses. Just buckets. pic.twitter.com/JXGBobyJEw— NBA (@NBA) March 20, 2023 Önnur úrslit Houston Rockets 107-117 New Orleans PelicansPortland Trail Blazers 102-117 Los Angeles Clippers Sunday night standings https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/R6S6mfmltu— NBA (@NBA) March 20, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira