Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 18:23 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“ Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“
Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira