Svört skýrsla um rasisma og kvenfyrirlitningu hjá Lundúnarlögreglunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2023 07:33 Casey dregur ekkert undan og málar afar dökka mynd af lögreglunni í skýrslunni. epa/Kirsty O'Connor Lundúnarlögreglan er ónýt, rúin trausti og þjáist af kerfisbundnum rasisma, kvenfyrirlitningu og fordómum gegn samkynhneigðum. Þetta segir í nýrri 363 blaðsíðna skýrslu um stöðu lögreglunnar, sem unnin var undir forystu barónessunnar Louise Casey. Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Það voru yfirmenn Lundúnarlögreglunnar sem óskuðu eftir skýrslunni eftir að lögreglumaður var fundinn sekur um að hafa rænt Söruh Everard árið 2021, nauðgað henni og myrt. Í skýrslunni er meðal annars að finna sögur af kynferðisbrotum sem oftar en ekki var hylmt yfir eða gert lítið úr. Þá segjast 12 prósent kvenna innan lögreglunnar hafa orðið fyrir áreitni eða árásum í vinnunni og þriðjungur hafa upplifað mismunun á grundvelli kyns. Menningin innan Lundúnarlögreglunnar virðist hafa einkennst af einelti og mismunun og vonbrigðum lögreglumanna með framgöngu yfirmanna sinna. Einn lögreglumaður sem var múslimi fann beikon í skónum sínum og þá var skegg síka skorið. Lögreglumenn úr röðum minnihlutahópa voru mun líklegri til að sæta agaviðurlögum og svartir mun líklegri til að sæta harkalegum aðgerðum af hálfu lögreglu. Enn fremur er hlutfall hvítra lögreglumanna mun hærra en meðal íbúa Lundúna. Að sögn Casey virðist vandinn sem steðjar að Lundúnarlögreglunni bókstaflega ógna tilvist hennar. Segir hún að ef ekki verði gripið til aðgerða liggi fyrir að best væri að búta embættið niður í smærri einingar. Skýrslunni hefur almennt verið fagnað, meðal annars af borgarstjóranum Sadiq Khan og innanríkisráðherranum Suellu Braverman. Sir Mark Rowley, yfirmaður Lundúnarlögreglunnar, sagðist samþykkja niðurstöðurnar en vildi ekki ganga svo langt að tala um kerfisbundinn rasisma og kvenfyrirlitningu. „Kerfisbundin“, eða „stofnanabundin“, væri pólitískt hugtak. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Bretland Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira