Staðfest að brakið og líkamsleifarnar séu úr banaslysinu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. mars 2023 14:23 Hreyfill vélarinnar var á meðal þess sem kom í troll Hrafns Sveinbjarnarsonar. Aðsend Flugvélabrak og líkamsleifar sem festust í veiðarfæri skipsins Hrafns Sveinbjarnarsonar GK-255 þann 8. mars síðastliðinn eru úr banaslysi sem varð á svæðinu fyrir fimmtán árum síðan. Rannsóknarnefnd samgönguslysa komst að þessari niðurstöðu í dag. Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á. Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Snemma í morgun kom Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 til hafnar í Grindavík með brak úr flugvél og brot úr höfuðkúpu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að eftir skoðun rannsóknarnefndar samgönguslysa á þeim munum sem skipið kom með sé það talið staðfest að um sé að ræða flugvélarparta úr flugvélinni sem fórst vestan við Reykjanes fyrir um fimmtán árum síðan. Óskaði eftir því að fá að lenda í Keflavík Flugvélin sem um ræðir er sex sæta Cessna 310 vél hrapaði á svæðinu árið 2008. Verið var að ferja vélina frá seljanda í Bandaríkjunum til kaupanda í Búlgaríu. 35 ára breskur karlmaður flaug vélinni og lagði upp frá Narsarsuaq á Grænlandi þann 11. febrúar 2008 og stefndi á lendingu á Reykjavíkurflugvelli. Fram kom í skýrslu bandarískrar rannsóknarnefndar að flugmaðurinn tilkynnti um bilun klukkan 15:40 þennan dag. Flugvélin var farin að missa kraft og flygi á öðrum hreyfli sínum. Flugmaðurinn var í kjölfarið í sambandi við flugmálastjórn en hann hafði miklar áhyggjur af því að vélin kæmist ekki alla leið ingað til lands. Hann óskaði meðal annars eftir því að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar. Rúmlega tuttugu mínútum eftir að flugmaðurinn tilkynnti um bilunina var hvorugur hreyfillinn með afl. Flugmaðurinn sagði að vélin væri á leiðinni niður. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið og kom á svæðið um þremur korterum síðar. Hvorki flugvélin né flugmaðurinn fundust en veður og sjólag á svæðinu var óhagstætt til leitar. Skipulögð leit hélt áfram daginn eftir en tveim dögum síðar var henni hætt. Búið var þá að leita á öllu því svæði sem gera mætti ráð fyrir að björgunarbátur flugvélarinnar fyndist á.
Samgönguslys Fréttir af flugi Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38 Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37 Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Cessna vélin var nýseld - Líklega í ferjuflugi Cessna 310 flugvélin sem fórst í dag var að öllum líkindum í svokölluðu ferjuflugi. Hún var samkvæmt heimildum Vísis nýlega seld og því er talið að seljandi vélarinnar, eða einhver á hans vegum, hafi verið að fljúga henni til síns nýja eigenda þegar flugslysið varð í dag. 11. febrúar 2008 20:38
Jafnvel yfir fimm metra ölduhæð á slysstað og farið að skyggja Ölduhæð er jafnvel yfir fimm metrar þar sem talið er að bandaríska flugvélin af gerðinni Cessna 310 hafi farið í sjóinn vestur af landinu síðdegis. Þetta segir skipverji á Baldvini Njálssyni GK en skipið tekur nú þátt í leitinni að flugvélinni. 11. febrúar 2008 18:37
Þyrlur, bátar og flugvél taka þátt í leit að flugmanni Björgunarþyrla og leitarflugvél frá Landhelgisgæslunni leita nú að manninum sem var í tveggja hreyfla Cessnu sem steyptist í hafið um 50 mílur vestur af Keflavíkurflugvelli. Von er á bátum og annarri þyrlu til leitarinnar. 11. febrúar 2008 17:09