Ert þú 1 af 5? Kristófer Már Maronsson skrifar 22. mars 2023 14:30 Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Lífeyrissjóðir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir rafrænar kosningar í stjórn Almenna Lífeyrissjóðsins. Almenni Lífeyrissjóðurinn er ekki þessi hefðbundni sjóður þar sem stéttarfélög og atvinnurekendur skipa hvor sinn helming stjórnar, heldur er Almenni Lífeyrissjóðurinn opinn öllum og telur um 57 þúsund sjóðfélaga - c.a. 1 af hverjum 5 í samfélaginu hefur atkvæðisrétt. Það er ekki algengt að sjóðfélagar fái að kjósa sér stjórn. Þess vegna er það vel þess virði að ráðstafa nokkrum mínútum árlega í að kynna sér fólkið sem býður sig fram til þess að móta fjárfestingarstefnu fyrir eina af þínum stærstu eignum yfir lífsleiðina. Ég er einn af frambjóðendum ársins í ár og ég vil leggja áherslu á þrennt sem stjórnarmaður fái ég umboð sjóðfélaga til þess. Áhyggjulaust ævikvöld Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnar að marka stefnu sjóðsins til þess að tryggja lágmarksávöxtun á lífeyrissparnað sjóðfélaga. Ég mun leggja höfuðáherslu á að ná sem mestri ávöxtun á sparnað sjóðfélaga. Þegar fólk hefur lagt sig fram um að vinna í þágu samfélagsins í tugi ára, finnst mér eðlilegt að því sé gert kleift að lifa áhyggjulausu ævikvöldi, hið minnsta hvað varðar innkomu. Það gerist ekki, nema við setjum það á oddinn að tryggja viðeigandi ávöxtun - en ég vil ekki setja punktinn þar. Þín eigin fjárfestingarstefna Séreignarsparnaður er okkar eign sem erfist ef við deyjum fyrir aldur fram. Ég vil auka frelsi sjóðfélaga til þess að ákveða hvernig séreignarsparnaði er fjárfest, a.m.k. þeirra sem hafa áhuga á því. Í dag eru nokkrar ávöxtunarleiðir í boði, en ég sé fyrir mér nýja leið þannig að hver og einn sjóðfélagi geti sett sína eigin fjárfestingarstefnu fyrir sína séreign með reglulegu millibili. Slík breyting hefur hvorki áhrif á samtryggingasjóð né séreignarsparnað annarra sjóðfélaga. Útfærslan sem ég hef í huga er tiltölulega einföld og verður að sjálfsögðu unnin í samvinnu við starfsfólk sjóðsins og aðra haghafa. Lífeyrissparnaður er líklega næststærsta fjárfesting æviskeiðsins á eftir fasteign hjá flestum og þessi breyting mun að mínu mati auka áhuga fólks á lífeyrissparnaði - sem er þriðji og síðasti punkturinn. Vekja áhuga fólks á lífeyrismálum Fæstir hafa mikinn áhuga á lífeyrismálum, en lífeyrissparnaður á einni starfsævi er líklega á bilinu 40-100 m.Kr. fjárfesting hjá flestum á núverandi verðlagi, þar af 15-35 m.kr. í séreignarsparnað hjá þeim sem kjósa að spara aukalega. Málshátturinn „Í upphafi skyldi endinn skoða” á vel við um lífeyrissparnað. Það er mikilvægt að velja sér lífeyrissjóð og kynna sér ávöxtunarleiðir, möguleika til að nýta sparnaðinn til fasteignakaupa o.s.frv. þegar fyrstu skref á vinnumarkaði eru tekin. Ég vil nýta tíma minn í stjórn Almenna til þess að kynna lífeyrismál betur fyrir fólki, þá sérstaklega unga fólkinu. Ég tel að jafningjafræðsla sé besta leiðin til þess að kynna lífeyrismál fyrir ungu fólki, sem er ekki einu hálfnað á vegferð sinni að eftirlaunaaldri. Hver getur kosið? Það er ekki almenn vitneskja hverjir eru á kjörskrá og kjörsókn er almennt dræm. Almenni Lífeyrissjóðurinn er starfsgreinasjóður arkitekta, lækna, tæknifræðinga, hljómlistamanna og leiðsögumanna en einnig getur um helmingur launþega valið að greiða í sjóðinn. Allir geta athugað á mínum síðum á almenni.is hvort þeir hafi kosningarétt. Til þess að hugmyndir mínar nái fram að ganga þarf ég á öflugu umboði sjóðfélaga að halda. Rafrænar kosningar eru í gangi til 29. mars og ég óska eftir þínum stuðningi, hvort sem þú getur kosið eða látið vini og vandamenn vita. Margt smátt gerir eitt stórt og í krafti fjöldans er hægt að gera breytingar til hins betra. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þar sem kosningar fara fram 22.-29 mars - smelltu hér til að kjósa .
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar