Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Már Másson skrifar 23. mars 2023 10:00 Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var árið 2021 kom fram að um 54% Bandaríkjamanna sem hingað komu árið 2021 voru með tekjur yfir meðallagi og 12% þeirra töldu sig vera í hátekjuhópi. Það mætti því segja að Ísland sé áfangastaður betur borgandi ferðamanna, a.m.k. betur borgandi Bandaríkjamanna. Arðsemin liggur í betur borgandi ferðamönnum Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Bain & Company sem birt var á síðasta ári og fjallar um svokallaða hágæða (high-end) ferðaþjónustu í Evrópu kom fram að um 2% hótel- og gististaða í álfunni einbeita sér að þeim markhópi sem flokka má sem betur borgandi ferðamenn. Þessi markhópur stendur fyrir um 22% af heildartekjum hótel- og gististaða í álfunni og um 33% af heildartekjum af verslun, afþreyingu og þjónustu til ferðamanna. Úttektin leiðir í ljós að betur borgandi ferðamenn eyða að meðaltali 8x meira á dag en almennir ferðamenn í mat, drykk, varning og upplifun ýmis konar. Hágæða upplifun verður söluvara Á síðustu árum hefur framboð af hágæða upplifun aukist á Íslandi. Má til dæmis nefna Bláa Lónið, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið í fararbroddi í þessum efnum og sýnt mikla framsýni og áður óþekktan metnað hér á landi þegar kemur að því að laða til sín betur borgandi gesti. Þar hefur farið saman áhersla á heildarupplifun gesta, hönnun, einstakt umhverfi og það sem mestu skiptir, afburða þjónusta. Önnur fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, sum hver með góðum árangri. Umgjörð og upplifun Tækifærin til aukinnar arðsemi í ferðaþjónustu hér á landi liggja að stórum hluta í hágæða ferðamennsku. En til þess að það verði raunhæft þarf að skapa umgjörð og upplifun sem stendur undir væntingum. Hönnun og innviðir skipta máli, en þjónustustigið þarf að fylgja með. Lykilþættir í því að ná og viðhalda góðu þjónustustigi er aðgengi að vel þjálfuðum mannauð og skýrt skilgreindir þjónustuferlar sem tryggja samræmi og gæði þjónustu. Fjárfesting í hönnun og umgjörð skilar litlu til lengri tíma litið ef þetta tvennt er vanrækt. Nauðsyn að umbreyta námi og þjálfun Í dag er umgjörð menntunar og þjálfunar í ferðaþjónustu hér á landi fremur sundurslitin og stefnulaus og ekki í takt við tímann. Úr því þarf að bæta. Það er orðið tímabært að ferðaþjónusta, stjórnvöld og hagsmunaaðilar taki höndum saman og tryggi að starfsfólk í ferðþjónustutengdum greinum hafi aðgang að skilvirku námi og þjálfun með það að markmiði að bæta upplifun gesta og um leið auka virði hvers ferðamanns sem hingað kemur. Með því að fjárfesta í þjálfun og fagmennsku getur Ísland staðið undir nafni sem eftirlætis áfangastaður betur borgandi ferðamanna og þannig skapað aukið virði fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar