Vottun verði valkvæð Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 23. mars 2023 11:30 Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út rannsókn á vegum Háskóla Íslands um áhrif jafnlaunavottunar á launamun kynjanna. Samkvæmt niðurstöðum hennar er ekki að sjá að innleiðing jafnlaunastaðals hafi haft bein áhrif á launamun kynjanna. Þar kemur fram að lítill sem enginn munur er á þróun launa í skipulagsheildum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og annarra. SA höfðu uppi varnaðarorð um lögfestingu staðalsins, m.a. þar sem launamunur kynjanna væri að stærstum hluta vegna kynbundins vinnumarkaðar en ekki mismununar innan einstakra fyrirtækja, sjá: Jafnlaunavottun - Varnaðarorð raungerast (sa.is). Með hliðsjón af niðurstöðum fyrrnefndrar rannsóknar kalla SA nú eftir endurskoðun á lögfestingu staðalsins. Ef ekki er vilji til þess að afnema hana að fullu þá eru hér nokkur atriði sem nauðsynlegt er að endurskoða. Stærðarmörk rýmkuð – jafnlaunastaðfesting Í Jafnréttislögum er heimild fyrir fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 25-49 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli að velja um það hvort þau gangist undir jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. SA telja að rýmka þurfi stærðarmörk og miða eigi þetta val við fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa allt að 150 manns að jafnaði á ársgrundvelli. Hafa ber í huga að stór hluti fyrirtækja með 50-150 starfsmenn hafa ekki burði til þess að takast á við flókið ferli innleiðingar og vottunar en eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði jafnlaunastaðfestingar. Ljóst er að vottunarferlið er tímafrekt og kostnaðarsamt og minni fyrirtæki eru ekki með reynslu og þekkingu á innleiðingu staðla. Ekki er komin mikil reynsla á jafnlaunastaðfestinguna og leggja SA áherslu á það að þær kröfur þær sem gerðar eru til hennar standist skoðun og séu ekki of íþyngjandi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fara þarf yfir á hvaða grundvelli staðfesting Jafnréttisstofu byggir og að kröfur Jafnréttisstofu við staðfestinguna séu ekki umfram ákvæði jafnréttislaga. Tillaga: Stærðarmörk fyrirtækja til að sækja um jafnlaunastaðfestingu verði hækkuð og tryggt verði að kröfur Jafnréttisstofu við jafnlaunastaðfestingu séu ekki umfram kröfur Jafnréttislaga. Viðhaldsvottanir og samræming á úttektum vottunaraðila SA hafa verið þeirrar skoðunar að krafa vottunarfyrirtækja um viðhaldsvottanir sé mjög íþyngjandi og skorti lagastoð. Það kemur skýrt fram í Jafnréttislögum að jafnlaunavottun skuli gilda í þrjú ár og við gerð staðalsins og innleiðingu hans í lög komu þessar árlegu viðhaldsvottanir ekki til tals. Kröfuna um viðhaldsvottnanir er að finna í öðrum staðli: ÍST EN ISO 17021-1:2015 sem vísað er til í reglugerð um jafnlaunavottun. Hins vegar kemur ekkert fram um viðhaldsvottanir í lögunum sjálfum og það stenst ekki skoðun að hafa jafníþyngjandi kröfur til fyrirtækja og stofnana í staðli sem aðeins er vísað til í reglugerð. SA leggja áherslu á að úttektaraðferðir vottunaraðila verði samræmdar og úttektaraðilar fari eftir sama verklagi. Staðreyndin er sú að jafnvel innan sömu úttektarfyrirtækja er munur á vottunarferlinu og þeim kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana. Tillaga: SA leggja til að viðhaldsvottunum verði hætt og í stað þeirra myndu fyrirtæki og stofnanir senda launagreiningu og samantekt stjórnenda á úttektaraðila. Kostnaður vegna ráðgjafar og vottana myndi lækka töluvert. Einnig þarf að samræma úttektir vottunaraðila. Lögfesting jafnlaunastaðals hefur lítil sem engin áhrif á launamun kynjanna, enda stafar hann að mestu leyti af kynskiptum vinnumarkaði. Hlutfall kynja eftir starfsstéttum er ólíkt. Mishá laun milli starfsgreina og fyrirtækja hafa þannig áhrif á launamun milli kynja þó að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar innan starfsgreina eða fyrirtækja, eins og vottuninni er ætlað að stuðla að. Ávinningur fyrirtækja og stofnana af innleiðingu jafnlaunastaðals felst einkum í aukinni þekkingu á launasetningu og bættri ímynd á grundvelli faglegrar mannauðsstjórnunar sem styður það að innleiðing staðalsins eigi að vera valkvæð. Í ljósi þess að jafnlaunavottun tekur hvorki á kynskiptum vinnumarkaði né tryggir jöfn laun á milli kynja er ljóst að endurskoða þarf lögfestingu jafnlaunastaðalsins og vottunarferlið sjálft. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar