Mikilvæg skref í lengri vegferð Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2023 17:01 Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag voru til umræðu á Alþingi breytingar á lögum um almannatryggingar og félagslega aðstoð. Í ríkisstjórnarsáttmála er lögð rík áhersla á að málefni örorkulífeyrisþega verði tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði einstaklinga með skerta starfsgetu og er málið sem rætt var í dag hluti af heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins. Mikilvæg skref voru stigin til að ná því markmiði að gera lögin aðgengilegri, einfaldari og skýrari en flækjustig almannatryggingakerfisins hefur valdið bæði notendum þjónustu og framkvæmdaaðilum vanda. Um eitt skref er að ræða í lengri vegferð og er það markmið félags- og vinnumarkaðsráðherra að gera aðrar mikilvægar breytingar á kerfinu á næstu misserum, en skammt er síðan stór skref voru tekin, þegar frítekjumark var tvöfaldað sem voru fyrstu breytingar sem gerðar voru á því frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Það er mikilvægt að því sé haldið til haga að þegar breyta á viðamiklu og flóknu kerfi verður er mjög mikilvægt er að ígrunda breytingar vel og taka ekki ákvarðanir sem verða til þess að flækja málin enn frekar á síðara stigi. Við erum flest sammála um að það er óeðlilegt að tekjur barna komi til skerðinga á greiðslum foreldra. Þetta er eitt af því sem nauðsynlegt er að endurskoða og lagfæra. Hér gilda í raun sömu sjónarmið og varðandi fjármagnstekjur hjóna, þ.e. að ef vilji löggjafans er að breyta því fyrirkomulagi sem gildir um meðferð tekna barna innan 16 ára aldurs þá er eðlilegra að það verði gert með breytingum á lögum um tekjuskatt þannig að fjármagnstekjum barna verði haldið aðskildum frá tekjum foreldra og að þær reglur gildi einnig innan almannatryggingakerfisins. Verði ákveðið að gera breytingar á framangreindu fyrirkomulagi gæti á sama tíma þurft að gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að foreldrar geti fært tekjur og/eða innstæður sínar á reikninga barna sinna í því skyni að komast hjá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Hvað varðar útreikninga og endurreikning er vel hægt að taka undir að það er réttlætismál að breyta þeirri framkvæmd, og það er einmitt það sem er verið að í heildarendurskoðuninni. Hugmyndin er þannig að heimilt yrði að telja lífeyrissjóðstekjur til tekna greiðsluþega einungis í þeim mánuðum sem þeirra er aflað. Mikilvægt skref sem verið að vinna í að stíga á næstu misserum. Mikilvægt er að hafa í huga að með breytingunum núna er verið að samræma framkvæmd laganna enn betur að þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem felast í gagnkvæmum milliríkjasamningum sem Ísland hefur gert. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig samanburður á réttindum samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum í öðrum ríkjum þar sem réttur gæti hafa áunnist ætti að leiða til þess að ekki skuli beita milliríkjasamningum sem ríkisstjórnin hefur gert og sem tekið hafa gildi. Slíkur samanburður yrði einnig mjög erfiður í framkvæmd þar sem lög, reglur og réttindi eru mjög misjöfn og ólík eftir ríkjum. Þá er það meginstefna stjórnvalda að milliríkjasamningar á málefnasviðinu skuli byggjast á gagnkvæmni, bæði hvað varðar réttindi og skyldur. Einnig er rétt að sá vilji löggjafans að ákvæði gagnkvæmra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið með stoð í 68. gr. laga um almannatryggingar gildi ekki um endurhæfingarlífeyri samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Stefnt er að því að ákvæði laga um félagslega aðstoð um endurhæfingarlífeyri verði endurskoðuð í væntanlegu frumvarpi ráðherra á haustþingi 2023 og að þá verði tekið til ítarlegrar skoðunar hvort styrkja skuli stoðir endurhæfingar og greiðslna sem henni tengjast frekar með því að fella greiðsluflokkinn undir almannatryggingar. Þeir einstaklingar sem falla undir lög um almannatryggingakerfið eru jafnan í viðkvæmri stöðu og mikilvægt er að með öllum breytingum á lögum sé unnið að réttlátari og skýrari réttarstöðu þeirra. Vinstri hreyfingin grænt framboð byggir stefnu sína m.a. á félagslegu réttlæti og vinnur hér eftir sem hingað til að framgangi þess. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun