Leikskóli eða gæsla, hvað vilja foreldrar? Valborg Hlín Guðlaugsdóttir skrifar 27. mars 2023 07:01 Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það eru miklar umræður um leikskólamál þessa dagana. Hún er skiljanleg og þörf en nauðsynlegt er að eiga hana á réttum forsendum. Þegar leikskólamál eru rædd, verðum við að muna að leikskólinn er fyrsta skólastigið og um hann gilda lög og reglur. Leikskóli og önnur úrræði sem myndu frekar kallast gæsa eiga því ekki heima saman. Ég er á því að foreldrar eigi að hafa val þegar fæðingarorlofi lýkur en valið sem þeir fá verður að vera kallað réttum nöfnum og þeir verða að vita hvað felst í valinu hverju sinni. Leikskólinn er að mínu mati besta valið ef við erum að tala um hann á þeim forsendum að hann starfi eftir þeim lögum og reglum sem um skólastigið gildir. Í 5.gr laga segir: Við leikskóla skal vera leikskólastjóri sem stjórnar starfi hans í umboði rekstraraðila. Í grein 6 gr segir: Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Til að hægt sé að reka leikskóla eins og lög gera ráð fyrir verða að vera leikskólakennarar með tilheyrandi menntun við stjórnina og í öðrum stöðum skólans. Þeir bera ábyrgð á að starfsaðstæður leikskóla uppfylli kröfur sem settar eru eins og að umburðarlyndi og kærleikur ríki, þar sé jafnrétti og lýðræðislegt samstarf. Í skólanum skal vera sáttfýsi, virðing fyrir manngildum og fjölbreytileikanum. Einnig ber leikskólakennari ábyrgð á að námið efli alhliða þroska barna í samvinnu við foreldra, veiti málörvun og stuðli að færni í íslensku. Þeim ber einnig að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við aldur þeirra og getu, ekki síst að leggja grunn að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í samfélagi sem er í örri þróun. Vinna ber með styrkleika barna og rækta hæfileika þeirra til tjáningar og sköpunar með það markmið að styrkja sjálfsmynd þeirra og hæfni til mannlegra samskipta. Ég skil foreldra vel og vandinn er stór en við getum ekki leyst hann með skyndilausnum. Að kasta því fram eins og maður hefur séð undafarið að til séu lausnir á vandanum sem ekki sé vilji til að skoða er að mínu mati óvirðing við börn og foreldra. Ég hef ekki hitt það foreldri öll þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri og nú sem fagstjóri sem ekki er umhugsað um nám barna sinna. Foreldrar gera kröfur um gæði starfs á leikskólum og við eigum að hlusta. Ég trúi að foreldar séu ekki að biðja um loforð sem ekki er hægt að uppfylla eða að hver sem er geti opnað gæslu hvað þá að þeir vilji stuðla að svartri atvinnustarfsemi með að greiða fyrir heimapössun með foreldrastyrkjum. Það er lítill vandi að byggja hús sem uppfyllir allar kröfur sem leikskólahúsnæði skal uppfylla. En til að hægt sé að hefja þar leikskólarekstur þurfa að vera til leikskólakennarar og þann fjölda þeirra sem þarf höfum við ekki nú. Lögin gefa svigrúm til að ráða inn starfsmenn, sem ekki hafa leikskólakennaramenntun ef ekki fást leikskólakennarar til starfa. Í Reykjavík er ástandið þannig að leikskólastjórar ná ekki að ráða inn og manna stöðugildi sem þarf til að reka þá skóla sem eru opnir í dag þrátt fyrir þetta svigrúm. Byrjum því á réttum enda, setjumst öll við borðið og virkilega hlustum á þær lausnir sem leikskólakennarar hafa, hverjir aðrir þekkja umhverfið og aðstæður betur. Klárum það sem hefur verið byrjað á í að bæta aðbúnað leikskólakennara inni í skólunum. Með því hjálpumst við að koma leikskólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram á þann stað í samfélaginu sem hann á skilið. Hættum að nota leikskólann sem bitbein í pólitískri þrætu. Sú umræða sem kemur reglulega upp kemur ekki vel út fyrir neinn. Ekki þá sem kasta því fram að til séu skyndilausnir því ég held að innst inni viti þeir að þær eru ekki til. Ekki fyrir þá sem segja leikskólastigið sé nauðsynlegt og frábært á góðum degi en gleyma því um leið þegar hallar undan fæti. En allra síst hjálpar þessi umræða stjórnendum sem eru alla daga að reyna að láta starfið ganga upp með örþreytta leikskólakennara sem draga vagninn. Það kostar peninga að stuðla að námi og þroska barna. Ef við erum tilbúin að horfa til framtíðar þá mun sú fjárfesting skila okkur sterkari einstaklingum, sem eru tilbúnir að takast á við samfélag sem tekur breytingum dag frá degi. Setjum peninginn á réttan stað, og hættum að einblína á að verja þeim í steinsteypu sem okkur langar að kalla leikskóla. Setjum þá frekar inn í skólana sem við eigum núna, styrkjum þá og alla þá fagþekkingu sem þar er. Það gerir leikskólann að aðlaðandi vinnustað og leikskólakennaramenntunina að spennandi námi. Þá fyrst er hægt að ræða um fjölga plássum í takt við þarfir barna og foreldra. Höfundur er f agstjóri leikskóla í Norðurmiðstöð
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun