Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. mars 2023 23:14 Ferðamenn á Þingvöllum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“ Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“
Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira