Segir aðgerðirnar ekki duga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. mars 2023 12:29 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn verðbólgu ekki duga. Hann segir boðaðar skattahækkanir illa ígrundaðar. Þá lýsir stjórn Félags atvinnurekenda yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Forystufólk stjórnarflokkanna kynnti í gær uppfærða fjármálaáætlun stjórnvalda til ársins 2028 sem miðar að því að vinna gegn verðbólgunni. Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir tilfinningarnar blendnar gagnvart fjármálaáætluninni. Ljóstíran sé sú að sjá að það sé jákvæð þróun í afkomu ríkissjóðs og betri horfur séu í skuldsetningu. „Vandamálið er hins vegar þetta að þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhaldssama fjármálaáætlun þar sem stigin yrðu stór skref í að koma böndum á óhóflegan vöxt ríkisútgjalda eru efndirnar því miður litlar. Þær aðhaldsaðgerðir sem að tíundaðar eru hrökkva mjög skammt sem viðbragð við þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir og mér finnst þær bera skort á vilja eða getu til þess að taka raunverulegar pólitískar ákvarðanir um aðhald og beinan niðurskurð á þessum verðbólgutímum.“ Stjórn forðast að taka þungar en nauðsynlegar ákvarðanir Halldór segir ríkisstjórnina vera að forðast að taka þungar pólitískar ákvarðanir sem séu nauðsynlegar. Honum líst ekki á boðaðar skattahækkanir „Þær eru síðan illa ígrundaðar og illa tímasettar skattaaðgerðir á borð við hækkun tekjuskatts fyrirtækja og lækkun á endurgreiðslu vegna framkvæmda við byggingar auk breytinga tengdum sjávarútvegi og ferðaþjónustu og við vitum það að það er ekkert jafn varanlegt og tímabundnar aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum og því finnst mér vonbrigði að lesa um þetta í fjármálaáætlun.“ Hann telur boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki duga til að vinna gegn verðbólgunni. „Auðvitað er það hlutverk okkar allra að ná niður verðbólguvæntingum í samfélaginu en Samtök atvinnulífsins hefðu viljað sjá miklu lengra gengið á útgjaldahlið ríkissjóðs. Það þýðir ekki að einblína bara á tekjuhliðina og við sláum ekki á verðbólgu nema að fara í auknum mæli á útgjaldahlið fjárlaganna og það er gert að mjög takmörkuðu leyti í þessari fjármálaáætlun.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda.Vísir/Vilhelm Vonbrigði Þá sendi stjórn Félags atvinnurekenda frá sér ályktun vegna fjármálaáætlunar ríkisins. Stjórnin lýsir yfir vonbrigðum með hana og furðar sig á fyrir þeim fyrirætlunum að hækka tekjuskatt fyrirtækja. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“ Þá lýsir stjórnin yfir vonbrigðum með að ekki eigi að lækka tolla. „Félagið telur fremur ástæðu til að létta sköttum og álögum af fyrirtækjum, til dæmis með því að efna marggefin fyrirheit um að tryggingargjald lækki til samræmis við það sem það var fyrir bankahrun.“
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Skattar á fyrirtæki hækkaðir og samhæfingarmiðstöð frestað Skattur á fyrirtæki verður hækkaður tímabundið um eitt prósentustig á næsta ári og almenn sparnaðarkrafa á allar stofnanir nema heilbrigðisstofnanir og löggæslu verður hækkuð úr einu í tvö prósent í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu. Ívilnunum vegna kaupa á vistvænum bifreiðum verður hætt. 29. mars 2023 19:30