Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 14:31 Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun