Guðmundur rekinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2023 17:07 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. vísir Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær. „Já það er búið að reka hann, ég gerði það í gærkvöldi. Ég get ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að vera með hann um borð,“ segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri í samtali við fréttastofu. Í gær greindum við frá því að fimmtán ára stúlka hafi fundist um borð í netabátnum í fylgd með tuttugu og fjögurra ára dæmdum ofbeldismanni sem vann á bátnum. Stúlkunnar hafði verið leitað en fjölskyldan óttaðist að hún væri með Guðmundi vegna samskipta þeirra undanfarið. Áhöfnin vissi ekki af stúlkunni Sigvaldi var mjög hissa þegar hann fékk símtal í gær og spurður hvort það væri mögulega fimmtán ára stúlka um borð. Kannaði hann strax málið og viðurkenndi Guðmundur að vinkona hans væri um borð og sagði Sigvaldi henni að hringja strax í foreldra sína. Þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær biðu tveir lögreglubílar og var Guðmundur handtekinn, en látinn laus að skýrslutöku lokinni þar sem lögreglu þótti ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það vissi enginn af henni um borð og alveg ömurlegt að fólk hafi gefið í skyn að áhöfnin hafi verið meðvituð um hana,“ segir Sigvaldi. Á sögu um ofbeldi Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls. Lögreglumál Reykjanesbær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
„Já það er búið að reka hann, ég gerði það í gærkvöldi. Ég get ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að vera með hann um borð,“ segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri í samtali við fréttastofu. Í gær greindum við frá því að fimmtán ára stúlka hafi fundist um borð í netabátnum í fylgd með tuttugu og fjögurra ára dæmdum ofbeldismanni sem vann á bátnum. Stúlkunnar hafði verið leitað en fjölskyldan óttaðist að hún væri með Guðmundi vegna samskipta þeirra undanfarið. Áhöfnin vissi ekki af stúlkunni Sigvaldi var mjög hissa þegar hann fékk símtal í gær og spurður hvort það væri mögulega fimmtán ára stúlka um borð. Kannaði hann strax málið og viðurkenndi Guðmundur að vinkona hans væri um borð og sagði Sigvaldi henni að hringja strax í foreldra sína. Þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær biðu tveir lögreglubílar og var Guðmundur handtekinn, en látinn laus að skýrslutöku lokinni þar sem lögreglu þótti ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum. „Það vissi enginn af henni um borð og alveg ömurlegt að fólk hafi gefið í skyn að áhöfnin hafi verið meðvituð um hana,“ segir Sigvaldi. Á sögu um ofbeldi Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls.
Lögreglumál Reykjanesbær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06 Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. 3. apríl 2023 10:06
Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16