Gert upp á milli barna í Reykjavík Helga Dögg Yngvadóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Fjölnir Skautaíþróttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun