Vopnaðir lögreglumenn á götum borgarinnar vegna fundarins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2023 20:46 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Hörpu og nærliggjandi svæði verði lokað vegna fundarins. Þá hafi einnig verið gert ráð fyrir mótmælum. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður lögreglu verður í höfuðborginni í maí vegna fundar leiðtogafundar Evrópuráðsins. Gera má ráð fyrir vopnuðum fylgdarmönnum þjóðarleiðtoga og umferðartöfum. Tónlistarhúsinu Hörpu og nærliggjandi umhverfi verður lokað. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir að fjölmargir lögreglumenn muni taka þátt í öryggisgæslu. Hún geti ekki gefið upp nákvæma tölu vegna öryggisástæðna. „Ég hef svolítið lýst þessu eins og þetta sé risastór almannavarnaæfing. Það koma lögreglumenn alls staðar af landinu og starfsfólk lögreglu. Þannig að þetta er líka mjög spennadi fyrir okkur að taka þátt í svona og kynnast. Við erum líka að mennta okkar fólk og styrkja íslensku lögregluna á sama tíma. Þannig að þetta er flókið og umfangsmikið en mjög áhugavert og skemmtilegt verkefni.“ Íslenska lögreglan ráði Hún segir að lögreglan hafi töluverða reynslu í sambærilegum málum. Þjóðarleiðtogar hafi reglulega sótt landið heim í gegnum tíðina, en viðbúnaður verði þó meiri en gengur og gerist. Hörpu og aðliggjandi svæði verði lokað þegar fundarhöldin standi yfir. „Þeir þjóðhöfðingjar sem koma hingað, það er okkar ríki sem þeir heimsækja sem þarf að tryggja öryggi þeirra. Við berum ábyrgð á öryggi allra sem til okkar koma í opinberum erindagjörðum. Þeir koma líka með sína verði en við þurfum alltaf að hafa yfirstjórnina á öllu planinu og öllum aðgerðum.“ Hún segir að vopnaburður erlendra lögreglumanna og annarra í sama hópi verði heimilaður í ákveðnum tilfellum. Búast megi við röskun á umferð vegna lögreglufylgda en mikið púður verði lagt í að upplýsa almenning. Einkennisklæddir og vopnaðir „Vissulega munum við fá lögreglumenn erlendis frá, þar á meðal vopnaða lögreglumenn, en það er alltaf undir stjórn og í fylgd okkar fólks. [...] Þeir verða sýnilegir almenningi. Við munum ræða þetta og sýna þau spil sem við getum sýnt fyrir fundinn. Það hefur mikil þjálfun farið fram og það verður þarna fólk líka í búningi sennilega frá Norðurlöndunum og með vopn. En alltaf undir stjórn íslenskrar lögreglu og í fylgd íslenskrar lögreglu,“ segir Sigríður Björk. Þá megi einnig gera ráð fyrir nokkrum viðbúnaði á landamærunum. Viðbúnaðarstig verði hækkað vegna þjóðarleiðtoganna, sem almennt séu taldir vera í meiri hættu heldur en íslenskir stjórnmálamenn. „Það sem við erum að fara að gera er að reyna að mæta þeirri stöðu sem þeir koma með inn í landið. Þetta er ekki þannig að við séum að hækka út af einhverju ástandi hjá okkur heldur erum við að hækka út af þessari gestakomu til að geta mætt þeim öryggiskröfum sem eru gerðar til okkar.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Evrópusambandið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45 Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Meirihluti þjóðarleiðtoga staðfest komu sína til Reykjavíkur Meirihluti þeirra 46 þjóðarleiðtoga sem boðið hefur verið á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík eftir átta vikur hefur staðfest komu sína. Gríðarlegar öryggisráðstafanir verða í kringum fundinn. 29. mars 2023 19:45
Áhættumat RLS í hæsta stig og öryggismyndavélum fjölgað Yfirvöld gera ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Þétta á net öryggismyndavéla í borginni fyrir fundinn. 14. mars 2023 06:49