Martröð Dele Alli heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 13:30 Dele Alli hefur ekki heillað í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann var lánaður til Besiktas í Tyrklandi og þar hefur hann heldur betur ollið vonbrigðum. Leikmaðurinn er nú snúinn aftur til Englands vegna meiðsla sem munu halda honum frá keppni út tímabilið. Frægðarsól Dele Alli reis hratt og hátt er hann lék með Tottenham Hotspur. Um tíma var hann einn af betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar en síðan þá hefur fallið verið hátt. Tími hans hjá Tottenham endaði með krónískri bekkjarsetu og litlum sem engum spiltíma. Þaðan fór hann til Everton en tókst aldrei að sýna sínar bestu hliðar. Fyrir yfirstandandi tímabil var Dele svo lánaður til Tyrklands. Þar hafa hlutirnir heldur betur gengið á afturfótunum. Hann hefur aðeins komið sögu í 13 leikjum og skorað tvö mörk. Þá spurði þjálfari liðsins nýverið fjölmiðla hvort þau vissu hvar Dele væri þar sem hann hafði ekki skilað sér til baka eftir frí frá æfingum. Hinn 26 ára gamli Dele spilaði síðast í febrúar og virðist sem hann muni ekki spila meira á þessari leiktíð. Hann er kominn aftur til Englands þar sem hann er í endurhæfingu vegna meiðsla. Ekki kemur fram um hverslags meiðsli er að ræða en talið er ólíklegt að hann fari aftur til Tyrklands. Ekki bætti úr skák að myndir náðust af leikmanninum að taka inn hláturgas nýverið. Dele Alli pictured surrounded by laughing gas canisters with a balloon in his mouth after failed Besiktas loan was cut short https://t.co/pCOuxHK0Fb pic.twitter.com/cHQ5Bh1snA— MailOnline Sport (@MailSport) April 10, 2023 Besiktas hafði forkaupsrétt á leikmanninum í sumar en hefur ákveðið að nýta ekki þann möguleika. Því mun Dele snúa aftur til Everton í sumar en samningur hans rennur út sumarið 2024.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti