Skiptir málið í skólum máli? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2023 07:31 Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun