Stöð 2 Sport
Klukkan 17.50 er leikur Stjörnunnar og ÍBV í úrslitakeppni Olís deild karla í handbolta á dagskrá. ÍBV vann fyrsta leik liðanna.
Klukkan 19.30 færum við okkur á Selfoss þar sem heimamenn taka á móti FH. Gestirnir leiða einvígið eftir eins marks sigur í fyrsta leik liðanna.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Klukkan 18.55 hefst útsending frá Napolí þar sem heimamenn taka á móti AC Milan. Gestirnir unnu fyrri leikinn 1-0 og eru því á leiðinni í undanúrslit sem stendur.
Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður einnig farið yfir leik Chelsea og Real Madríd.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.40 er leikur Füchse Berlin og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeild karla í handbolta á dagskrá. Í síðasta leik fór Óðinn Þór Ríkharðsson gjörsamlega á kostum.
Stöð 2 ESport
Klukkan 19.30 hefst bein útsending frá RLÍS-deildinni en þar er keppt í Rocket League.