Kjarnorkuknúnir kafbátar fá að hafa viðkomu við Ísland Máni Snær Þorláksson skrifar 18. apríl 2023 11:09 Utanríkisráðherra hefur tilkynnt stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum bandaríska sjóhersins verði heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Getty Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tilkynnt bandarískum stjórnvöldum að kjarnorkuknúnum kafbátum sjóhers þeirra verður heimilt að hafa stutta viðkomu við Ísland. Kafbátarnir sem fá heimild til að að hafa viðdvöl hér bera ekki kjarnavopn og eru ekki útbúnir til þess. Búist er við að fyrsti kafbáturinn komi á næstunni. Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“ Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef stjórnarráðsins í dag er þessi ákvörðun utanríkisráðherra liður í stefnu stjórnvalda hér á landi að „styðja við aukið eftirlit og viðbragðsgetu bandalagsríkja á Norður-Atlantshafi.“ Fyrsti kafbáturinn sem kemur hingað mun fá þjónustu í nokkurra kílómetra fjarlægð úti fyrir ströndum landsins. Hann mun því ekki hafa viðkomu í höfn. Í tilkynningunni er bent á að kafbátar af sömu gerð og sá sem er væntanlegur til Íslands hafi reglulega viðkomu í flestum bandalagsríkjum, þar á meðal í Noregi og Færeyjum. „Þjónustuheimsóknirnar stuðla að því að efla samfellt og virkt kafbátaeftirlit bandalagsríkja sem tryggir betri stöðuvitund og eykur öryggi neðansjávarinnviða á borð við sæstrengi á hafsvæðinu í kringum Ísland. Tíðni heimsókna mun ráðast af þörf hverju sinni,“ segir í tilkynningunni. Bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra leggja áherslu á það í tilkynningunni að „það sé skilyrði fyrir komu herskipa bandalagsríkja til landsins að stjórnvöld í viðkomandi ríkjum bæði þekki og virði ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.“ Þessi afstaða hafi verið áréttuð í orðsendingu utanríkisráðherra til bandarískra stjórnvalda. Ekki gerður greinarmunur á sjóförum eftir aflgjafa Allir kafbátar sem eru í þjónustu bandaríska hersins eru knúnir kjarnorku. Í tilkynningunni er vakin athygli á því að ekki séu reglur eða lög í gildi á Íslandi sem gera greinarmun á sjóförum eftir því hvaða aflgjafi knýr þau. „Öll sjóför hafa heimild til þess að fara um íslenskt yfirráðasvæði í friðsamlegum tilgangi samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar þurfa stjórnvöld ríkis að sækja um leyfi til utanríkisráðuneytisins til að hafa viðdvöl innan landhelgi. Sé slíkt leyfi veitt er það háð skilyrðum og reglum sem settar eru um slíkar heimsóknir.“ Þá kemur fram að útbúnar hafa verið verklagsreglur í tengslum við heimsóknir kafbátanna. Reglurnar hafi verið unnar í náinni samvinnu utanríkisráðuneytisins, Geislavarna ríkisins, Landhelgisgæslunnar og embættis ríkislögreglustjóra og taka mið af sambærilegum reglum í nágrannaríkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa átt samráð við stjórnvöld í nágrannaríkjum sem hafa margra áratuga reynslu af sambærilegum þjónustuheimsóknum kafbáta og hafa einnig gert það að skilyrði að ekki séu kjarnavopn um borð. Utanríkisráðherra hefur kynnt málið í ríkisstjórn auk þess sem utanríkismálanefnd og þjóðaröryggisráð hafa verið upplýst um málið.Íslensk og bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu árum aukið samstarf vegna eftirlits og viðbúnaðar á Norður-Atlantshafi. Ísland hefur um nokkuð skeið veitt gistiríkjastuðning við kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjanna og annarra bandalagsríkja í Keflavík. Sá stuðningur, sem nú er veittur með því að heimila komu kafbáta, er liður í varnarskuldbindingum Íslands og mikilvægt framlag til sameiginlegra varna bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins.“
Bandaríkin Stjórnsýsla Utanríkismál Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent