Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 12:37 Þórdís Kolbrún mælti fyrir frumvarpinu í gær. vísir/vilhelm Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum. Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum.
Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira