Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 10:42 Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins segir spuringuna um ábyrgð barsins vera lögfræðilegs eðlis. Vilhelm Gunnarsson Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. „Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð. Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég veit ekki meira en að þarna voru einstaklingar undir lögaldri inni. Væntanlega að neyta áfengis. Ég velti fyrir mér hver ábyrgð barsins sé,“ segir Tómas um tístið. En tístið hljómar svo: „I kjölfarið á morði sem átti sér stað fyrir utan fjarðarkaup vakknar upp sú spurning: bera eigendur rokkbarsins ekki ábyrgð þar sem fjórmenningarnir voru allir undir lögaldri og voru væntanlega að neyta áfengis inni á barnum, sem hafði svo þessar afleiðingar???? Eitthvað til að vekja athygli á“ Aðspurður um hver hann telji að ábyrgð barsins sé segir Tómas það vera lögfræðilegs eðlis. En hefði málið komið upp erlendis myndi staðurinn bera einhverja ábyrgð. Óljóst hver vímuefnaneyslan var Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið það út að hún hafi nokkuð góða mynd af atburðarásinni þegar maður var stunginn til bana á bílastæði Fjarðarkaupa síðastliðinn fimmtudag. Maðurinn var á þrítugsaldri og pólskur að uppruna en fjögur íslensk ungmenni eru í haldi lögreglunnar. Þrír piltar og ein stúlka, þar af þrjú undir lögaldri. pic.twitter.com/q66aXjaYFP— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) April 23, 2023 Ekki hefur verið gefið upp hvort eða hvaða vímuefna var neytt þetta umrædda kvöld. Né hverjir neyttu þeirra. Vitað er að á undan árásinni á bílastæðinu átti sér stað ágreiningur milli fórnarlambsins og ungmennanna inni á Íslenska rokkbarnum. Samkvæmt frétt DV um málið er barinn í eigu litháískrar konu. Hafa eigendur ekki viljað tjá sig um málið. Málið sé í rannsókn. „Það er allavega einstaklingur látinn. Þess vegna er eðlilegt að velta þessu fyrir sér,“ segir Tómas aðspurður um hvort rétt sé að varpa þessari spurningu fram í ljósi þess að ekki sé vitað hvaða þátt vímuefnaneysla spilaði inn í málið. Hann segist heldur ekki vita hvort hægt sé að skrifa glæp eins og manndráp á vímuefnaneyslu yfir höfuð.
Lögreglumál Flokkur fólksins Veitingastaðir Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjórir handteknir í tengslum við andlát í kjölfar átaka í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. 21. apríl 2023 09:53
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15