Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 21:22 Bam Margera er búinn að vera í endalausum vandræðum undanfarin ár. AP/Todd Williamson Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Pennsylvaníu á Twitter. Þar segir að lögreglumenn hafi komið á vettvang eftir að þeim barst tilkynning um heimiliserjur í Chester-sýslu fyrr í dag. Að rannsókn lokinni kom í ljós að hinn 43 ára Bam Margera hafi lent í „líkamlegum átökum“ við aðra manneskju sem hafa valdið henni „smávægilegum áverkum“. Hins vegar flúði Margera af vettvangi inn í nálægan skóg áður en lögreglan kom á staðinn. Hann var ekki enn kominn í leitirnar þegar lögreglan birti handtökuskipun á hendur honum í dag. Yfirvöld óska eftir því að þeir sem hafi upplýsingar um málið hafi samband. State Police Issue Arrest Warrant for Brandon "Bam" Margera. Anyone with information on his whereabouts is asked to contact PSP Avondale at 610-268-2022. pic.twitter.com/rBMaqtwcfv— Trooper Grothey (@PSPTroopJPIO) April 24, 2023 Hótaði að drepa bróður sinn Samkvæmt upplýsingum miðilsins TMZ, sem segjast vera með lögregluskýrsluna, mun hið ónefnda fórnarlamb vera Jesse Margera, bróðir Bam. Í frétt TMZ um málið segir að Bam hafi barið á dyr bróður síns klukkan átta á sunnudagsmorgun og skilið eftir ógnvekjandi skilaboð á miða. Þar á að hafa staðið „Ef þú einu sinni fokking dirfist að siga lögreglunni á mig mun ég opinberlega fokka þér upp.“ Jesse segist síðan hafa farið niður á neðri hæð hússins og fundið Bam pissandi í eldhúsvaskinn. Í kjölfarið slógust þeir og segir Jesse að Bam hafi slegið sig ítrekað í höfuðið. Í lögregluskýrslunni kemur fram að það séu sjáanlegir áverkar á Jesse. Eftir slagsmálin segir Jesse að Bam hafa sagt „Ég drep þig. Ég mun skjóta þig í hausinn.“ Þá á Bam einnig að hafa sagst ætla að drepa alla í húsinu, þar á meðal föður sinn og tvær aðrar konur. Síðan á Bam að hafa flúið af svæðinu inn í nærliggjandi skóg. Eilíf vandræði á Bam Atvikið í dag er aðeins nýjasta viðbótin í mun lengri sögu af hinum ýmsu vandræðum Margera. Fyrir nokkrum vikum var hann handtekinn í Kaliforníu fyrir ölvun á almannafæri þegar hann lenti í orðaskaki við konu á taílenskum veitingastað í Burbank. Þar áður var hann handtekinn fyrir heimilisofbeldi á heimili sínu í Escondido í Kaliforníu þar sem hann átti að hafa sparkað í kærustu sína, Jessicu. Svona mætti lengi áfram telja. Margir muna síðan eflaust eftir því þegar rappararnir Gísli Pálmi sló Bam Margera á Secret Solstice árið 2015. Að sögn staðarhaldara átti Margera að hafa áreitt konur á svæðinu og fékk að launum einn á kjaftinn frá rapparanum geðþekka. Margera var þá orðinn svokallaður Íslandsvinur eftir að hafa gift sig á landinu 2013. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Edrú í sjö mánuði en féll eftir að hafa verið rændur í Kólumbíu Raunveruleikastjarnan og Íslands "vinurinn“ Bam Margera var rændur um leið og hann lenti á flugvellinum í Kólumbíu. 20. ágúst 2018 16:30 Kastali Bam Margera á leiðinni á Airbnb MTV sjónvarpsþættirnir Viva la Bam voru á dagskrá stöðvarinnar á árunum 2003-2006 og fjölluðu þeir mikið til um líf Íslandsvinarins Bam Margera. 23. apríl 2018 14:30 Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. 2. maí 2016 17:14 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar í Pennsylvaníu á Twitter. Þar segir að lögreglumenn hafi komið á vettvang eftir að þeim barst tilkynning um heimiliserjur í Chester-sýslu fyrr í dag. Að rannsókn lokinni kom í ljós að hinn 43 ára Bam Margera hafi lent í „líkamlegum átökum“ við aðra manneskju sem hafa valdið henni „smávægilegum áverkum“. Hins vegar flúði Margera af vettvangi inn í nálægan skóg áður en lögreglan kom á staðinn. Hann var ekki enn kominn í leitirnar þegar lögreglan birti handtökuskipun á hendur honum í dag. Yfirvöld óska eftir því að þeir sem hafi upplýsingar um málið hafi samband. State Police Issue Arrest Warrant for Brandon "Bam" Margera. Anyone with information on his whereabouts is asked to contact PSP Avondale at 610-268-2022. pic.twitter.com/rBMaqtwcfv— Trooper Grothey (@PSPTroopJPIO) April 24, 2023 Hótaði að drepa bróður sinn Samkvæmt upplýsingum miðilsins TMZ, sem segjast vera með lögregluskýrsluna, mun hið ónefnda fórnarlamb vera Jesse Margera, bróðir Bam. Í frétt TMZ um málið segir að Bam hafi barið á dyr bróður síns klukkan átta á sunnudagsmorgun og skilið eftir ógnvekjandi skilaboð á miða. Þar á að hafa staðið „Ef þú einu sinni fokking dirfist að siga lögreglunni á mig mun ég opinberlega fokka þér upp.“ Jesse segist síðan hafa farið niður á neðri hæð hússins og fundið Bam pissandi í eldhúsvaskinn. Í kjölfarið slógust þeir og segir Jesse að Bam hafi slegið sig ítrekað í höfuðið. Í lögregluskýrslunni kemur fram að það séu sjáanlegir áverkar á Jesse. Eftir slagsmálin segir Jesse að Bam hafa sagt „Ég drep þig. Ég mun skjóta þig í hausinn.“ Þá á Bam einnig að hafa sagst ætla að drepa alla í húsinu, þar á meðal föður sinn og tvær aðrar konur. Síðan á Bam að hafa flúið af svæðinu inn í nærliggjandi skóg. Eilíf vandræði á Bam Atvikið í dag er aðeins nýjasta viðbótin í mun lengri sögu af hinum ýmsu vandræðum Margera. Fyrir nokkrum vikum var hann handtekinn í Kaliforníu fyrir ölvun á almannafæri þegar hann lenti í orðaskaki við konu á taílenskum veitingastað í Burbank. Þar áður var hann handtekinn fyrir heimilisofbeldi á heimili sínu í Escondido í Kaliforníu þar sem hann átti að hafa sparkað í kærustu sína, Jessicu. Svona mætti lengi áfram telja. Margir muna síðan eflaust eftir því þegar rappararnir Gísli Pálmi sló Bam Margera á Secret Solstice árið 2015. Að sögn staðarhaldara átti Margera að hafa áreitt konur á svæðinu og fékk að launum einn á kjaftinn frá rapparanum geðþekka. Margera var þá orðinn svokallaður Íslandsvinur eftir að hafa gift sig á landinu 2013.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16 Edrú í sjö mánuði en féll eftir að hafa verið rændur í Kólumbíu Raunveruleikastjarnan og Íslands "vinurinn“ Bam Margera var rændur um leið og hann lenti á flugvellinum í Kólumbíu. 20. ágúst 2018 16:30 Kastali Bam Margera á leiðinni á Airbnb MTV sjónvarpsþættirnir Viva la Bam voru á dagskrá stöðvarinnar á árunum 2003-2006 og fjölluðu þeir mikið til um líf Íslandsvinarins Bam Margera. 23. apríl 2018 14:30 Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. 2. maí 2016 17:14 250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9. desember 2022 10:16
Edrú í sjö mánuði en féll eftir að hafa verið rændur í Kólumbíu Raunveruleikastjarnan og Íslands "vinurinn“ Bam Margera var rændur um leið og hann lenti á flugvellinum í Kólumbíu. 20. ágúst 2018 16:30
Kastali Bam Margera á leiðinni á Airbnb MTV sjónvarpsþættirnir Viva la Bam voru á dagskrá stöðvarinnar á árunum 2003-2006 og fjölluðu þeir mikið til um líf Íslandsvinarins Bam Margera. 23. apríl 2018 14:30
Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. 2. maí 2016 17:14
250 þúsund sinnum horft á Gísla Pálma kýla Bam Margera Blaðamaður Vice segir Reykjavík lítinn bæ þar sem maður geti drukkið við hlið þekktra tónlistarmanna á skemmtistöðum bæjarins og "svo gott sem kysst börnin hennar Bjarkar góða nótt.“ 23. júní 2015 15:36