Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:31 Úrslitakeppnis-Jimmy er mættur til leiks. Megan Briggs/Getty Images Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira