Sport

Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar, Besta-deildin og nýliðaval NFL

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri í kvöld.
Valskonur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á níu beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum á þessum óvænt fína föstudegi þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Stöð 2 Sport

Úrslitaeinvígi Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta heldur áfram í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-1 og Valskonur geta því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í kvöld. Við byrjum að hita upp fyrir leikinn klukkan 18:45 og sérfræðingar Körfuboltakvölds verða á sínum stað að leik loknum.

Stöð 2 Sport 2

Lecce tekur á móti Udinese í ítalska boltanum klukkan 16:20 áður en Monza sækir Spezia heim klukkan 18:35.

Klukkan 23:00 er svo komið að beinni útsendingu frá nýliðavali NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.

Stöð 2 Sport 4

JM Eagle LA Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram klukkan 22:30.

Stöð 2 Sport 5

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Fram í Bestu-deild karla í knattspyrnu klukkan 19:45, en klukkan 17:50 mætast FH og KR á Bestu-deildarrásinni.

Bestu tilþrifin verða svo á sínum stað klukkan 22:10 þar sem farið verður yfir leiki kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×