Stöð 2 Sport
Úrslitakeppnir íslensku boltaíþróttana fá sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 í dag og við hefjum leik á undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Valskonur taka á móti Stjörnunni klukkan 14:50 áður en Haukar sækja ÍBV heim til Eyja klukkan 16:30.
Seinni bylgjan verður svo á sínum stað að leik loknum og gerir leikjum dagsins góð skil.
Þá er laugardagskvöld í Síkinu á Sauðárkróki ekki eitthvað sem fólk má missa af. Tindastóll tekur á móti Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta, en Stólarnir tryggja sér sæti í úrslitum með sigri.
Upphitun fyrir leikinn hefs klukkan 18:45 og að leik loknum gera strákarnir í Körfuboltakvöldi leikinn upp.
Stöð 2 Sport 2
Roma tekur á móti AC Milan í stórleik umferðarinnar í ítalska boltanum klukkan 15:50 áður en Torino og Atalanta eigast við klukkan 18:35.
Þá mætast Denver Nuggets og Phoenix Suns í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta klukkan 00:30 eftir miðnætti.
Stöð 2 Sport 3
Nýliðaval NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16:00.
Stöð 2 Sport 4
JM Eagle LA Championship á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram klukkan 22:30.
Stöð 2 Sport 5
Alls verða fimm leikir í Bestu-deild karla í knattspyrnu í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Víkingur tekur á móti KA á Stöð 2 Sport 5 klukkan 16:50 áður en Stjarnan heimsækir Val klukkan 19:00.
Þá eigast HK og Fylkir við á hliðarrás Bestu-deildarinnar klukkan 13:50 og ÍBV tekur á móti Haukum klukkan 16:50. Að lokum mætast FH og KR á annarri hliðarrás Bestu-deildarinnar klukkan 17:50.
Klukkan 21:20 er svo komið að Stúkunni þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir leiki dagsins.