Jókerinn fékk aðstoð við að leggja Durant og Booker að velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 09:30 Strákarnir frá Denver mættu klárir í slaginn. AAron Ontiveroz/Getty Images Denver Nuggets nýtti allan þann mannskap sem liðið býr yfir til að leggja Phoenix Suns að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í NBA deildinni í körfubolta. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit. Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira