Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð Einar E. Einarsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Skagafjörður Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun