Fluglitakóðinn aftur grænn en óvissustig áfram í gildi Atli Ísleifsson skrifar 5. maí 2023 13:03 Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Henni lauk þó rúmri klukkustund síðar. Vísir/RAX Mælingar Veðurstofnnar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Ákveðið hefur verið að færa fluglitakóðann aftur niður á grænan. Óvissustig almannavarna er þó áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fram kemur að eftir samráðsfund vísindamanna á Veðurstofunni bendi gögn til þess að um hafi verið að ræða snarpa jarðskjálftahrinu í gær, en slíkar hrinur eru þekktar í Kötlu. „Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn, þar af þrír skjálftar yfir 4 af stærð. Skjálftarnir voru þó óvenju stórir og fara þarf aftur til ársins 2016 til að finna sambærilega hrinu og nú. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli,“ segir í færslunni. Þá segir á vef lögreglu að ákveðið hafi verið að aflétta lokun á veginum inn að Kötlujökli. Tengist vatni og jarðhita Kröftug jarðskjálftahrina hófst í norðausturhluta öskjunnar í Kötlu klukkan 9:41 í gærmorgun. Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð mældust, sá stærsti 4,5 klukkan 9:52. Ekki gerðist þó mikið eftir klukkan 11 í gær. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í samtali við fréttastofu í gær virknin hafi verið þannig að skjálftarnir hafi verið fremur grunnir. Því mætti telja líklegast að skjálftarnir sem urðu hafi tengst jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum.
Fréttir af flugi Katla Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15 Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17 Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13 „Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Sjá meira
Allt með kyrrum kjörum í Mýrdalsjökli Skjálftahrinan sem hófst í gærmorgun í Mýrdalsjökli virðist vera afstaðin en skjálftakort Veðurstofu Íslands sýnir aðeins einn lítinn skjálfta á svæðinu frá miðnætti. 5. maí 2023 07:15
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4. maí 2023 14:17
Óvissustigi lýst yfir vegna jarðskjálftanna í Mýrdalsjökli Óvissustigi hefur verið lýst yfir af Ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Suðurlandi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 4. maí 2023 15:13
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4. maí 2023 13:39