Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 16:39 Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytunum. Vísir/Vilhelm Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. Í nóvember árið 2021 var núverandi ríkisstjórn kynnt til sögunnar og kom þá fram að ráðuneytunum yrði fjölgað úr ellefu í tólf. Ráðuneytin höfðu verið ellefu talsins síðan skammlíf ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var kynnt í upphafi ársins 2017. Fyrsta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fylgdi fordæmi fyrri ríkisstjórnar og var með ellefu ráðuneyti. Í fyrirspurn sem fréttastofa sendi á öll ráðuneytin fyrir páska var óskað eftir upplýsingum um starfsmannafjölda þeirra í ár, árið 2021 og árið 2017. Í svörum frá ráðuneytunum kemur fram að starfsmannafjöldinn hefur verið svipaður á þessum árum, að minnsta kosti hjá þeim ráðuneytum sem hafa starfað í ekki of breyttri mynd á þessum árum. Breytingar hjá ráðuneytunum Forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið voru þau ráðuneyti sem gátu svarað fyrirspurninni með tilliti til allra ára sem spurt var um. Það má rekja til þess að hin ráðuneytin hafa tekið töluverðum, en þó mismiklum, breytingum milli ríkisstjórna. Verkefni hafa verið færð á milli og ný ráðuneyti stofnuð. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, matvælaráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið voru þau ráðuneyti sem ekki gátu svarað fyrir öll árin og útskýrðu hvers vegna í svörum sínum. Matvælaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið voru stofnuð meðfram síðustu ríkisstjórnarmyndun. Heilbrigðisráðuneytið var stofnað í núverandi mynd í janúar árið 2019 og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sömuleiðis. Þó hafa þau ráðuneyti sem svöruðu fyrir öll árin ekki verið án allra breytinga og verkefnaskiptinga á þessum tíma. Mennta- og barnamálaráðuneytið útskýrir til að mynda í sínu svari að miklar breytingar hafi orðið á verkefnum ráðuneytisins í febrúar árið 2022 þegar mennta- og menningarmálaráðuneytið breyttist í mennta- og barnamálaráðuneytið með flutningi ýmissa málaflokka milli ráðuneyta. „Því er ekki um sama ráðuneyti að ræða 2023 annars vegar og 2017 og 2021 hins vegar,“ segir í svarinu. Flestir hjá utanríkisráðuneytinu Í svörum þeirra ráðuneyta sem gátu gefið upplýsingar um starfsmannafjölda fyrir öll þrjú árin má sjá að nokkur breyting hefur orðið á starfsmannafjölda milli ára, það er þó mismunandi eftir ráðuneytum. Til að mynda fjölgaði starfsfólki um sex milli 2017 og 2021 í forsætisráðuneytinu en þeim hefur svo fækkað aftur síðan þá. Frá árinu 2017 og til 2021 voru 45 manns sem unnu í dómsmálaráðuneytinu. Síðan þá hefur þeim farið nokkuð fjölgandi en í dag starfa þar 56 manns. Alls störfuðu 39 í innviðaráðuneytinu árið 2017, þeim fjölgaði í 46 árið 2021 og eru jafn margir í dag og þeir voru þá. Nokkrar breytingar hafa orðið á ráðuneytinu á síðustu árum eins og útskýrt er í svarinu við fyrirspurn fréttastofu: „Fyrir sex árum var starfandi innanríkisráðuneyti. Eftir uppskiptingu ráðuneytisins annars vegar í dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þann 1. maí 2017 voru 39 einstaklingar í fullu starfi hjá hinu síðarnefnda. Jafn margir einstaklingar störfuðu við þá málaflokka í lok árs 2016 sem síðar fóru undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.“ Mesta fjölgunin hefur orðið í utanríkisráðuneytinu. Þar störfuðu 105 í upphafi tímabilsins sem spurt var út í en fjórum árum síðar voru þeir 142 talsins. Síðan þá hefur þeim fækkað um einn. Aukning starfsmannafjölda sökum breytinga Utanríkisráðuneytið útskýrir í svari sínu að þróun starfsmannafjölda þess á undanförnum árum mótist af nokkrum þáttum. Nokkrar breytingar hafi orðið á vinnu ráðuneytisins á síðustu árum, til að mynda hafi nýtt sendiráð í höfuðborg Póllands verið opnað. „Í fyrsta lagi var Þróunarsamvinnustofnun Íslands sameinuð ráðuneytinu á sínum tíma og við það færðust 16 starfsmenn þaðan yfir á aðalskrifstofu ráðuneytisins. Í öðru lagi hófu íslensk stjórnvöld sjálf á tímabilinu útgáfu Schengen-vegabréfaáritana og voru 10 starfsmenn á Íslandi og 6 starfmenn erlendis ráðnir til að sinna því verkefni. Verkefnið skilar tekjum í ríkissjóð sem stendur undir öllum kostnaði. Í þriðja lagi fjölgaði staðarráðnum starfsmönnum erlendis um fjóra í fyrra þegar nýtt sendirráð Íslands í Varsjá var opnað. Í fjórða lagi hafa aukin verkefni, kröfur og löggjöf kallað á fjölgun starfsfólks á ýmsum sviðum, til dæmis öryggis- og varnarmála og EES-mála.“ Alls starfa nú 325 manns í utanríkisþjónustunni, þar af 141 hjá ráðuneytinu á Íslandi. Þá er 31 hjá þýðingamiðstöð í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og á Seyðisfirði, 65 útsendir starfsmenn á starfsstöðvum erlendis og 88 staðarráðnir starfsmenn á starfsstöðvum erlendis. Samtals 724 í ráðuneytunum Í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu starfa nú 37 manns, í heilbrigðisráðuneytinu eru 60 manns í 55,7 stöðugildum, í innviðaráðuneytinu eru 46 en þar af fjórir hlutastarfsmenn, í matvælaráðuneytinu eru 47 manns og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu eru 40 manns. Ef öll ráðuneytin eru tekin saman starfa því í dag samtals 724 manns í þeim öllum. Eins og sjá má í grafinu hér fyrir neðan er utanríkisráðuneytið með flest starfsfólk eða tæp tuttugu prósent. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kemur næst með rúmlega tíu prósent. Pie ChartInfogram Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Í nóvember árið 2021 var núverandi ríkisstjórn kynnt til sögunnar og kom þá fram að ráðuneytunum yrði fjölgað úr ellefu í tólf. Ráðuneytin höfðu verið ellefu talsins síðan skammlíf ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var kynnt í upphafi ársins 2017. Fyrsta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fylgdi fordæmi fyrri ríkisstjórnar og var með ellefu ráðuneyti. Í fyrirspurn sem fréttastofa sendi á öll ráðuneytin fyrir páska var óskað eftir upplýsingum um starfsmannafjölda þeirra í ár, árið 2021 og árið 2017. Í svörum frá ráðuneytunum kemur fram að starfsmannafjöldinn hefur verið svipaður á þessum árum, að minnsta kosti hjá þeim ráðuneytum sem hafa starfað í ekki of breyttri mynd á þessum árum. Breytingar hjá ráðuneytunum Forsætisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið, umhverfisráðuneytið, innviðaráðuneytið og utanríkisráðuneytið voru þau ráðuneyti sem gátu svarað fyrirspurninni með tilliti til allra ára sem spurt var um. Það má rekja til þess að hin ráðuneytin hafa tekið töluverðum, en þó mismiklum, breytingum milli ríkisstjórna. Verkefni hafa verið færð á milli og ný ráðuneyti stofnuð. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, matvælaráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið voru þau ráðuneyti sem ekki gátu svarað fyrir öll árin og útskýrðu hvers vegna í svörum sínum. Matvælaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið voru stofnuð meðfram síðustu ríkisstjórnarmyndun. Heilbrigðisráðuneytið var stofnað í núverandi mynd í janúar árið 2019 og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sömuleiðis. Þó hafa þau ráðuneyti sem svöruðu fyrir öll árin ekki verið án allra breytinga og verkefnaskiptinga á þessum tíma. Mennta- og barnamálaráðuneytið útskýrir til að mynda í sínu svari að miklar breytingar hafi orðið á verkefnum ráðuneytisins í febrúar árið 2022 þegar mennta- og menningarmálaráðuneytið breyttist í mennta- og barnamálaráðuneytið með flutningi ýmissa málaflokka milli ráðuneyta. „Því er ekki um sama ráðuneyti að ræða 2023 annars vegar og 2017 og 2021 hins vegar,“ segir í svarinu. Flestir hjá utanríkisráðuneytinu Í svörum þeirra ráðuneyta sem gátu gefið upplýsingar um starfsmannafjölda fyrir öll þrjú árin má sjá að nokkur breyting hefur orðið á starfsmannafjölda milli ára, það er þó mismunandi eftir ráðuneytum. Til að mynda fjölgaði starfsfólki um sex milli 2017 og 2021 í forsætisráðuneytinu en þeim hefur svo fækkað aftur síðan þá. Frá árinu 2017 og til 2021 voru 45 manns sem unnu í dómsmálaráðuneytinu. Síðan þá hefur þeim farið nokkuð fjölgandi en í dag starfa þar 56 manns. Alls störfuðu 39 í innviðaráðuneytinu árið 2017, þeim fjölgaði í 46 árið 2021 og eru jafn margir í dag og þeir voru þá. Nokkrar breytingar hafa orðið á ráðuneytinu á síðustu árum eins og útskýrt er í svarinu við fyrirspurn fréttastofu: „Fyrir sex árum var starfandi innanríkisráðuneyti. Eftir uppskiptingu ráðuneytisins annars vegar í dómsmálaráðuneyti og hins vegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þann 1. maí 2017 voru 39 einstaklingar í fullu starfi hjá hinu síðarnefnda. Jafn margir einstaklingar störfuðu við þá málaflokka í lok árs 2016 sem síðar fóru undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.“ Mesta fjölgunin hefur orðið í utanríkisráðuneytinu. Þar störfuðu 105 í upphafi tímabilsins sem spurt var út í en fjórum árum síðar voru þeir 142 talsins. Síðan þá hefur þeim fækkað um einn. Aukning starfsmannafjölda sökum breytinga Utanríkisráðuneytið útskýrir í svari sínu að þróun starfsmannafjölda þess á undanförnum árum mótist af nokkrum þáttum. Nokkrar breytingar hafi orðið á vinnu ráðuneytisins á síðustu árum, til að mynda hafi nýtt sendiráð í höfuðborg Póllands verið opnað. „Í fyrsta lagi var Þróunarsamvinnustofnun Íslands sameinuð ráðuneytinu á sínum tíma og við það færðust 16 starfsmenn þaðan yfir á aðalskrifstofu ráðuneytisins. Í öðru lagi hófu íslensk stjórnvöld sjálf á tímabilinu útgáfu Schengen-vegabréfaáritana og voru 10 starfsmenn á Íslandi og 6 starfmenn erlendis ráðnir til að sinna því verkefni. Verkefnið skilar tekjum í ríkissjóð sem stendur undir öllum kostnaði. Í þriðja lagi fjölgaði staðarráðnum starfsmönnum erlendis um fjóra í fyrra þegar nýtt sendirráð Íslands í Varsjá var opnað. Í fjórða lagi hafa aukin verkefni, kröfur og löggjöf kallað á fjölgun starfsfólks á ýmsum sviðum, til dæmis öryggis- og varnarmála og EES-mála.“ Alls starfa nú 325 manns í utanríkisþjónustunni, þar af 141 hjá ráðuneytinu á Íslandi. Þá er 31 hjá þýðingamiðstöð í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og á Seyðisfirði, 65 útsendir starfsmenn á starfsstöðvum erlendis og 88 staðarráðnir starfsmenn á starfsstöðvum erlendis. Samtals 724 í ráðuneytunum Í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu starfa nú 37 manns, í heilbrigðisráðuneytinu eru 60 manns í 55,7 stöðugildum, í innviðaráðuneytinu eru 46 en þar af fjórir hlutastarfsmenn, í matvælaráðuneytinu eru 47 manns og í menningar- og viðskiptaráðuneytinu eru 40 manns. Ef öll ráðuneytin eru tekin saman starfa því í dag samtals 724 manns í þeim öllum. Eins og sjá má í grafinu hér fyrir neðan er utanríkisráðuneytið með flest starfsfólk eða tæp tuttugu prósent. Fjármála- og efnahagsráðuneytið kemur næst með rúmlega tíu prósent. Pie ChartInfogram
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira