Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. maí 2023 11:11 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ákvarðanir vegna sameiningar Seðlabankans og FME séu í stöðugri endurskoðun. Vísir/Arnar Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“ Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi efnahags-og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Þar mætti Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ásamt varaseðlabankastjóranum Björk Sigurgísladóttur og Unni Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlitsins. Þar ræddi þríeykið skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands fyrir árið 2022. Var Ásgeir spurður af því af þingmönnum út í áhyggjur sem viðraðar hafa verið af AGS af víðu valdsviði Seðlabankastjóra. „Eftir tvö þrjú ár ekki ólíklegt að við skoðum þetta upp á nýtt. Mér finnst ekki ólíklegt að við jafnvel stígum skref til baka í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Lykilatriðið er að það er ekki til nein ein leið í þessu.“ Ásgeir leggur áherslu á að sameiningin sé í stöðugri endurskoðun. Hann segist telja að það hafi verið nauðsynlegt að sameina stofnanirnar, niðurstöður úttekta bendi til þess að sameiningin hafi heppnast vel. „Það var þannig upphaflega að bankaeftirlitið var tekið út úr Seðlabankanum 1998 og ég held að það hafi verið mistök. Þetta var gert rétt fyrir einkavæðingu og ég held að það hafi verið einn af orsakaþáttum hrunsins. Þetta var að mörgu leyti óheppileg skipting sem til dæmis kom fram þegar forsvarsmenn Glitnis komu og ætluðu að fá lán hjá Seðlabankanum. Sem dæmi.“ Hafi meira vægi með Seðlabankanum Ásgeir segir að fólk geti haft skoðanir á því hversu nærri fjármálaeftirliti seðlabankastjóri á að koma. „Ég er formaður fjármálaeftirlitsnefndar þegar teknar eru ákvarðanir um þrjá kerfislegar mikilvæga banka. Annars tek ég ekki þátt í ákvörðunum.“ Hann segist hafa reynt að koma ekki nálægt ákvörðunum um fjármálaeftirlit að nauðsynjalausu. Fjármálaeftirlitið og ákvarðanir þess hafi meira vægi með Seðlabankann með sér. „Svo skiptir máli að það er allt annað að fylgja eftir úrskurði Fjármálaeftirlitsins þegar Seðlabankinn er að baki. Eg held að leiðbeiningar og ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins hafi þannig mun meira vægi.“
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira