Að þekkja sinn vitjunartíma Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. maí 2023 14:01 Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Miklar áhyggjur eru af fjármálastöðunni. Skuldir vaxa, fjárfestingar eru miklar og það á þenslutímum og vaxandi þungi afborgana langtímalána eru borgaðar með nýrri lántöku. Þetta endar bara á einn veg ef ekki verður úr bætt, í gjaldþroti. Tímabært er að kalla eftir aðstoð eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til. Flokkur fólksins spyr í ljósi alls þessa og margs fleira sem er í ólestri í borginni, hvort þessi meirihluti eigi ekki að stíga til hliðar og leyfa öðrum að spreyta sig á verkefnum borgarinnar? Þekkir hann ekki sinn vitjunartíma? Röng forgangsröðun í Reykjavík Borgarfulltrúar Flokks fólksins hafa verið óþreytandi að benda á að forgangsröðun þessa og síðasta meirihluta í borgarstjórn sé kolröng. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur sjaldan frumkvæði að umræðunni um biðlista barna eða hvernig auka megi þjónustu við börnin. Ættu börnin ekki að vera í algerum forgangi? Húsnæðisvandinn er líklega djúpstæðasti vandinn og á borgarmeirihlutinn þátt í hversu slæm staðan er á húsnæðismarkaðinum. Að þétta byggð hefur verið megináhersla hjá meirihlutanum. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru dýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og keypt margar eignir sem leigðar eru á okurverði. Hagkvæmt húsnæði af öllum gerðum, sárvantar í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavík uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Við blasir að auka þarf framboð á lóðum. Byggja þarf í hverfum þar sem er rými og þar sem innviðir eru til staðar sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi er hægt að byggja mun meira í Úlfarsárdal og fleiri stöðum. Leigumarkaðurinn er helsjúkur. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak því ljóst er að hvatning til leigusala um að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Þeir sem neyðast til að vera á leigumarkaði og eru ekki með þess hærri tekjur ná engan vegin endum saman. Lítið er eftir ef þá nokkuð þegar búið er að greiða nauðsynjar. Gera þarf betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Í stað þess að einblína á stóru málin og þarfir fólksins er meirihlutinn að sinna öðrum hlutum. Fátækt hefur aukist sem og ójöfnuður. Það er orðið alveg ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki það sem þarf til þess að leysa úr þeim fjárhagsvanda sem fulltrúar hans sjálfs hafa komið borginni í. Óráðsía heldur áfram athugasemdarlaust, samanber glórulausan fjáraustur meirihlutans í stefnulausa tilraunaleiki þjónustu og nýsköpunarsviðs. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun