Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. maí 2023 08:01 Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar