Ranghugmyndir Seðlabankans um efnahagsmál Stefán Ólafsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Stefán Ólafsson Efnahagsmál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar. Til að bregðast við þessari ofþenslu ræðst seðlabankinn á kaupmátt almennings með fordæmalausum vaxtahækkunum, sem miða að því að draga niður kaupgetu þorra almennings (það kallar bankinn „að draga úr eftirspurn“ í hagkerfinu). Verðbólguhvetjandi ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins í landinu er sem sé mætt með því að lækka kaupmátt almennings (einkum þeirra sem eru með húsnæðisskuldir). En er það almenningur, tekju- og eignaminni helmingur þjóðarinnar, sem er helsta orsök ofþenslunnar, of mikillar eftirspurnar (neyslu og fjárfestinga)? Er það fólkið sem á erfitt með að ná endum saman sem er að eyða of miklu? Það er einmitt tæpur helmingur launafólks sem er í þeirri stöðu að ná endum illa saman, skv. nýrri könnun Vörðu. Nei, öðru nær. Það er ferðaþjónustan og efnaðri helmingur þjóðarinnar sem eru helstu orsakavaldar ofþenslunnar og innlends verðbólguþrýstings. En það er ekki verið að taka á þessum helstu orsakavöldum. Stór hluti ferðaþjónustunnar býr meira að segja við skattaafslátt (eru í lægra þrepi virðisaukaskatts) umfram fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan er sem sagt með skattahvata til vaxtar, einmitt þegar hún er að vaxta of hratt! Er eitthvert vit í þessu? Ríkasta fólkið skuldar almennt minna í húsnæði sínu og finnur heldur ekki fyrir vaxtahækkunum vegna rúmrar kaupgetu sinnar. Úrræði Seðlabankans bíta því fyrst og fremst á kjörum þeirra sem minna eiga og lægri tekjur hafa – einmitt á þeim sem eru saklausir af ofþenslunni í samfélaginu. Aðrar afleiðingar ofþenslu ferðaþjónustunnar og ríka fólksins eru t.d. gríðarleg aukning á innflutningi vinnuafls. Það hjálpar svo til við að eyðileggja húsnæðismarkaðinn fyrir almenningi, með skorti íbúða og gríðarlegum verðhækkunum. Óhóflegar vaxtahækkanir Seðlabankans draga nú orðið að auki úr framleiðslu nýrra íbúða fyrir lægri tekjuhópa. Vítahringur á húsnæðismarkaði magnast þannig og húsnæðisstuðningur stjórnvalda er alltof lítill. Meira að segja Alþjóðabankinn hefur orð á þessu (sjá hér). Seðlabankastjórinn viðurkennir þetta í nýlegu blaðaviðtali og kallar það „þversögn á íbúðamarkaði“ (sjá hér)! En þetta endurspeglar einfaldlega ranga kenningu Seðlabankans um orsakir vandans og þar af leiðandi röng viðbrögð. Seðlabankastjóri sýnir þó engin merki um að breytinga sé að vænta á stefnunni, en hann kennir ríkisstjórninni um aðgerðaleysi. Bankinn og ríkisstjórnin eru að hengja láglaunafólk og þá eignaminni fyrir þá eignameiri og hærra launuðu – og einnig fyrir eigendur ferðaþjónustufyrirtækja og annarra fyrirtækja sem búa nú við methagnað. Þetta er eins öfugsnúið og frekast má vera. Spurningin er hvort Seðlabankinn ætli að genga enn lengra á þessu feigðarflani sínu í næstu vaxtaákvörðun? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun