Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 23:09 Samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn í Bandaríkjunum mega nú gefa blóð að því gefnu að þeir uppfylli ákveðin skilyrði. AP/Lindsey Shuey Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf. Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18