Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 23:09 Samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn í Bandaríkjunum mega nú gefa blóð að því gefnu að þeir uppfylli ákveðin skilyrði. AP/Lindsey Shuey Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf. Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18