Boston tryggði sér oddaleik en Durant og félagar í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:31 Jayson Tatum hitti ekkert fram eftir leik en sjóðhitnaði á lokasprettinum og það skipti öllu máli fyrir Boston Celtics. AP/Matt Slocum Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA en Denver Nuggets er komið í úrslitin í Vesturdeildinni. Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023 NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti